Stígandi - 01.10.1944, Page 11

Stígandi - 01.10.1944, Page 11
S riGANDI MILLI HRAUNS OG HLÍÐA 249 þegar bornir eru saman sérskólar kvenna annars vegar, t. d. húsmæðraskólarnir svonefndu, og skólar, sem karlmenn veita forstöðu. Þekkjast mun það, að skólastýrur húsmæðraskóla liafi ekki nema hálf laun á \ið skólastjóra við héraðsskóla, og aðal- kennarar fyrrnefndra skóla ekki hálf laun á við aðalkennara nngl- ingakólanna, starl’a þó húsmæðraskólarnir sjö mánuði ársins, en héraðsskólarnir ekki nema sex. \7afalaust sjá allir, sem vilja af sanngirni hugsa málið, að liér er um hróplega kaupníðslu að ræða við Iiúsmæðraskólana, hvort sem heldur á að saka sýslustjórnir um það eða ríkið, vegna ónógra fjárframlaga til skólanna. Það er sagt, að kapp sé bezt með forsjá. En svo ráðrík getur forsjáin En ef við nú reyndum að brjótast það beint þó brekkurnar verði þar hærri?" orðið, að kappið dofni meir en góðu hófi gegni. Ung og tax- andi þjóð á að vera djörf og stórhuga, hún verður að vera gædd þeim eiginleikum, að henni cletti jajnan margt og snjalit i hug, kunni að ákveða og þori að hœtta á, arinars verður vöxtur hennar enginn fagurvöxtur. Og á ekki íslenzka þjóðin einmitt þetta gæfu- hnoða? Er það ekki í þráðarenda þessa hnoða, sem nýja stjórnin hefir verið s\o heppin að grípa? Hún lætur a. m. k. svo, sem hún ætli að þora að luctta á, hætta á nýsköpun atvinnuvega, launamála og almannatrygginga, hætta á að flytja drauminn um jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins nær veruleikanum, og Stígandi vill óska henni af alhug árs og friðar við það starf, hann óskar henni þess, að henni detti jafnan margt og snjallt í hug þjóðinni til farsældar, beri gæfu til að ákvarða rétt, þori að hætta á og eigi röggsemd til að ná farsælum lokum í hverju máli. En Stígandi óskar henni jafnframt sívakandi gagnrýni, hvassrar og einbeittrar, ef hún ætlar að svíkjast undan loforðum sínum og stefnumálum vegna dugleysis, síngirni eða smámunalegs sundurlyndis. 23. nóv. ’44.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.