Stígandi - 01.10.1944, Side 13

Stígandi - 01.10.1944, Side 13
STIGANDI VETRARDRAUMUR 251 II. Og sumarlönd iðgræn úr rökkvanum rísa: Eg reika við hlið minna sólskinsdísa um lyngrauðar heiðar, sem óma og anga — ó, æskunnar heillandi brúðarganga. Og viðirnir söngla og kjörrin þau hvísla: O, hvað ertu, grákollur, aleinn að sýsla? Og hvar eru launin þín, sorgmæddi sonur og sigrar þíns lífs — þínar fylgikonur? Svo hefja þau sönginn um Rúnur og Rönnur, — um Rósu frá Arskóg — og hvað hét nú önnur? Eg get ekki annað en hlegið í hjarta, eg hafði' ekki þá undan neinu að kvarta. Einn runni á leið minni bandar og bendir og blómvendi fölnuðum til mín hendir, og kliðmjúkri röddu er hvíslað þar inni: Hér kvaddir þú gleðina hinzta sinni. III. O, vertu ekki að ögra mér, örlagastraumur. Hví ertu að kvelja mig. vetrardraumur? Ó, rifjaðu upp vorsöngva vatna, sem falla af valbjörgum niður, er leysir til fjalla.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.