Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 15

Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 15
STÍGANDI SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON: BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM Það mun hafa verið vorið 1887, að ég sá Benedikt Jónsson í fyrsta sinn. Eg kom austan frá Eiðum í Suður-Múlasýslu þetta vor, eftir rúmra þriggja missira dvöl á Eiðaskóla, og var við jarðabótavinnu á nokkrum bæjnm í Helgastaðahrepþi — er síðar skiptist í Aðaldælahrepp og Reykdælahrepp — nokkurn hluta vorsins, þar á meðal í Hólum í Laxárdal. Á heimleið þaðan að Sandi kom ég að Auðnum og hitti svo á, að Benedikt var við skurðgröft, var að veita fram læk í gili, sem honum þótti hafa tekið óhentuga stefnu. Vakti það undrun mína, hversu snyrtilega hann var til fara við þetta verk, og ekki síður hve frjálsmannlegur hann var í framkomu og víðfleygur í tali. Árið 1888 var stofnað hér í Suður-Þingeyjarsýslu félagið Ó. S. F. („Ófeigur í Skörðum og félagar“) og var stofnfundur félagsins haldinn á Einarsstöðum í Reykjadal 14. desember af fjórtán mönnum. Eundurinn var boðaður af Benedikt Jónssyni á Auðn- um, Pétri Jónssyni á Gautlöndum og Jóni Jónssyni á Reykjum í Reykjahverfi, er síðar fluttist að Múla og lengi var við hann kenndur. í fundargerð stofnfundarins segir meðal annars: „Fund- armönnum kom saman um að ganga í heimulegt samband til þess að framfylgja skoðunum sínum og áhugamálum, og efla og mennta sjálfa sig til þess ætlunarverks með því að temja sér fundahöld, lestur góðra bóka, ástundun ritstarfa og reglusemi og árvekni í starfi og stöðu.“ Eigi voru gerð nein skráð lög fyrir þenna félagsskap, en settar nokkrar munnlegar reglur og Pétur á Gautlöndum kosinn „lögsögumaður" lians. Sýnir það ljóst það traust, sem Pétur hafði þá þegar fengið í héraðinu. Þessi félagsskapur var upphaflega aðallega „pólitískur". En á fundi félagsmanna á Gautlöndum 10. apríl 1899 lagði Benedikt á Auðnum frarn skriflega tillögu um stofnun félagsskapar um kaup og lestur útlendra úrvalsbóka á vegum Ó. S. F., og bundust þá ellefu menn samtökum um það efni. Þeir félagar Ó. S. F., er eigi treystust til að gera sér gagn að lestri útlendra bóka, stóðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.