Stígandi - 01.10.1944, Page 16

Stígandi - 01.10.1944, Page 16
254 BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM STÍGANDí utan við að því leyti, svo að félagsskapurinn varð tvíþættur. í pólitiska félagsskapnum urðu aldrei fleiri en sextán rnenn — svo að ég muni. En í bókafélagsskapnum urðu smám saman tals- vert l'leiri. í þessum félagsskap urðu brátt mikil kynni með okkur Bene- dikt, og einkum í sambandi við bækurnar og lestur þeirra. Bene- dikt réð mestu um bókafélagsskapinn, pantaði bækurnar frá út- löndum með aðstoð íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn, sá um geymslu þeirra, þegar þær voru ekki í notkun, og var hjálpsamur við dreifslu þeirra á margan hátt. Var þá bvort tveggja, að ég kom oft til Benedikts til að ná í bók, þó að langt væri milli okk- ar, og að hann sendi mér bækur, ef l'erð féll í vil. Enda varð það litln síðar, að með okkur hófst ýmislegt samstarf um kaupfélags- mál, sem fjölgaði fundum okkar. Ég ætla að það hafi verið í janúar 1893, að ég kom á kauplelags- fund í fyrsta sinn. Fundurinn var í Múla, og var Jón Jónsson frá Reykjum Jrá orðinn búandi Jrar. Ég tók fljótt eftir Jr\ í, að fjórir menn voru á fundinum, er mest létu til sín taka. Þessir menn voru Pétur Jónsson á Gautlöndum, sem Jrá v«ar orðinn formaður félagsins, lienedikt á Auðnum og Sigurður Jónsson í Yztafelli, meðstjórnendur hans, og Jón Jónsson frá Reykjum, sem l'yrr er nefndur. Aðalræðumenn á fundinum voru Jreir Pétur Jónsson, Jón Jónsson og Sigurður Jónsson. Ég varð Jress var, að oft var leit- að til Benedikts sem Jress manns, er hefði Jrar mesta verzlunar- Jrekkingu. En að öðru leyti lagði hann ekki mikið til mála. Og líku máli gegndi um frænda hans, Jakob Hálfdanarson, sem líka var á fundinum og af rnörgum er talið að drýgstan þátt liafi átt í stolnun Kaupfélags Þingeyinga. Hann var þá orðinn nokkuð hniginn að aldri, en hafði þó á hendi, og alllengi el’tir Jrað, af- greiðslu á vörum K. Þ. í Húsavík. Áður en ég vík máli mínu nánar að Benedikt á Auðnum, vil ég minnast þeirra aðalsamstarfsmanna lians, sem ég hefi nefnt og voru á fundinum, nokkru meira en orðið er. — Jakob Hálfdanar- son var bjartsýnn hugsjónamaður, vandaður að ráði sínu, ósér- plæginn og ósérhlífinn; nokkuð draumlyndur og stundum „ann- ars lmgar“. Svo er sagt, að hann hafi gist einu sinni, sem oftar, í Garði í Aðaldal og rekizt þar á ritgerð í sveitablaði um kínverska trúspekinginn Lao-Tse og látið sér mjög um finnast. Er ætlun mín, að hann hafi fundið þar sér líkt lundarfar, að sumu leyti. Pétur á Gautlöndum var l'remur málstirður við ræðuhöld, en

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.