Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 19

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 19
STÍGANDI BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM 257 þekkingu hefði á verzlunarmálum. En trú manna og traust á þekkingu hans náði langt út fyrir verzlunarmálin. Það virðist nú vera allalmenn trú hér um slóðir, að Benedikt hafi verið „sjálf- menntaður maður" að mestu leyti. En að vísu hafði hann fengið allmikla undirhúningsmenntun, og miklu meiri en venjulegt var í sveitum um þær mundir. Þá undirbúningsmenntun mun hann einkum hafa haft frá Magnúsi presti Jónssyni á Grenjaðarstað, sem var sóknarprestur Benedikts og föðurbróðir Guðnýjar, er síðar varð kona hans, vel gefin kona, en mjög yfirlætislaus og bar því minna á henni en efni voru til. Hjá sr. Magnúsi er mér sagt, að Benedikt hafi lært ensku, þýzku og söngfræði; en hafði áður lært dönsku, skrift og reikning af Jóni nokkrum Ólafssyni, er nefndur var „skrifari". Jón þessi kom innan úr Eyjafirði árið 1858 og hafði verið þar amtmannsskrifari um skeið, átti gifta . systur hér í Reykjadal og réðst til hennar. Hann var ekkjumaður að sögn, er hann kom. hingað, en giftist hér reykdælskri stúlku og dvaldi sjö ár hér í sveit. Jón var maður fátækur og lítill bú- maður að sögn, en talinn vel að sér um margt annað og stundaði barna- og unglingakennslu á vetrum, „tímum saman" á Þverá 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.