Stígandi - 01.10.1944, Side 19

Stígandi - 01.10.1944, Side 19
STÍGANDI BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM 257 þekkingu hefði á verzlunarmálum. En trú manna og traust á þekkingu hans náði langt út fyrir verzlunarmálin. Það virðist nú vera allalmenn trú hér um slóðir, að Renedikt hafi verið „sjálf- menntaðnr maður“ að mestu leyti. En að vísu hafði hann fengið allmikla undirbúningsmenntun, og miklu meiri en venjulegt var í sveitunr um þær mundir. Þá undirbúningsmenntun mun hann einkum hafa haft frá Magnúsi presti Jónssyni á Grenjaðarstað, senr var sóknarprestur Benedikts og föðurbróðir Guðnýjar, er síðar varð kona hans, vel gefin kona, en mjög yfirlætislaus og bar því nrinna á henni en efni voru til. Hjá sr. Magnúsi er mér sagt, að Benedikt hafi lært ensku, þýzku og söngfræði; en lrafði áður lært dönsku, skrift og reikning af Jóni nokkrunr Ólafssyni, er nefndur var „skrifari". Jón þessi konr innan úr Eyjafirði árið 1858 og hafði verið þar anrtmannsskrifari um skeið, átti gifta systur Irér í Reykjadal og réðst til hennar. Hann var ekkjumaður að sögn, er lrann kom. lringað, en giftist hér reykdælskri stúlku og dvaldi sjö ár lrér í sveit. Jón var maður fátækur og lítill bú- maður að sögn, en talinn vel að sér um margt annað og stundaði barna- og unglingakennslu á vetrunr, „tímum saman" á Þverá 17

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.