Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 20

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 20
258 BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM STÍGANDI (heimili Benedikts) og Halldórsstöðum í Laxárdal. Bæði þessi heimili voru efnaheimili og á báðum bæjunum gáfuð börn og unglingar á vaxtarskeiði. Með aðstoð sr. Magnúsar á Grenjaðarstað náði Benedikt snemma í útlendar bækur sér til framhaldsnáms og þroskaauka. — Svo er sagt og haft eftir gamalli konu, sem þann tíma var ung mær á Grenjaðarstað, að einu sinni hafi komið „bráðvelgefinn" piltur, nýlega fermdur, til sr. Magnúsar og sagzt vera að glata „barnatrú" sinni. Hafi þá prestur svarað: „O jæja, hróið mitt. Þetta hefir margan góðan mann lient. Viltu ég láni þér bók?" Fengið svo piltinum bók eftir „einlivern Stráss", „ógurlegan van- trúarsegg". Allar líkur eru til, að pilturinn hafi verið Benedikt Jónsson og bókin, er prestur lánaði „Jesu Liv" eftir D. Fr. Strauss (1808—74). Hefir Páll Þórarinsson á Halldórsstöðum — næsta bæ við Þverá — sagt mér, að hann hafi séð, í bernsku, bók eftir Strauss í fórum þeirra Benedikts og Magnúsar bróður síns, er var á líkum aldri og naut um sömu mundir kennslu hjá séra Magnúsi. Um marga getur ekki verið þarna að ræða. — Bóka- félagsskap þeirra Benedikts, Magnúsar Þórarinssonar og nokk- urra annarra unglinga í grennd við þá, á árunum 1862—'70, mun mega telja fyrsta vísi bókafélagsins Ó. S. F. og Bókasafns Suður- Þingeyinga. Og má þá rekja ferilinn til sr. Magnúsar. Jón Jóakimsson, faðir Benedikts, mun hafa ætlazt til þess, að hann yrði gildur bóndi á góðri jörð. Jón átti jörðina Garð í Aðal- dal, sem er ein af betri jörðum í Þingeyjarsýslu, og segir Páll Þór- arinsson mér, að Jón hafi boðið Benedikt Garð, en hann ekki viljað þiggja. Fengu þau svo Garð, Guðný, systir Benedikts, og Baldvin, maður hennar, og bjuggu þar lengi góðu búi. Er Guðný nú nýlega dáin þar á tíræðisaldri — og var ein af gáfuðustu kon- um, sem ég hefi kynnzt. — Sagt er, að Benedikt hafi átt kost á Einarsstöðum hér í Reykjadal, en ekki veit ég sönnur á því. Ólíklegt er það þó ekki. Sigurjón Jónsson bóndi á Einarsstöðum dó árið 1873, og vildi þá ekkja Iians selja jarðeign dánarbúsins, 4/5 hluta af Einarsstöðum og nokkrum öðrum jörðum, er Einars- stöðum fylgdu. Árni Magnússon bóndi í Rauðaskriðu, efnaður maður og eigandi að 1/5 hluta í Einarsstaðatorfu, vildi eignast hana alla og gerði boð í hluta dánaibúsins. En fjárhaldsmanni ekkjunnar, Jóni alþ.manni á Gautlöndum, þótti boð Árna of lágt og var því ekki tekið. Annað boð kom ekki fram opinberlega. En dánarbúið skuldaði Jóni Jóakimssyni allmikið fé og er líklegt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.