Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 22

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 22
260 BENEDIKT JÓNSSON Á AUÐNUM STÍGANDI að hún hefði litlar sannanir að styðjast við, myndi heldur ekki vera mönnunum eins nauðsynleg og talið væri. Á meðan þeir væru ungir, langaði þá að vísu til að lifa eilíflega, en gerðu sér annars flestir lítil heilabrot um það og myndu enn síður gera, ef jarðlífið væri bætt svo sem líkur mætti telja til að yrði. Þegar til ellidaganna kæmi, myndu flestir verða „saddir lífdaga" — eins og sumir gömlu mennirnir, sem biblían segir frá — og draumlausum hvíldarsvefni fegnir. Nokkur breyting ætla ég að hafi orðið á þessari hugsun hans á síðari árum. En fyrst og fremst var lífstrú ltans lífstrú vísinda nútímans, trú á þróunarkenningu 19. aldar, trú á þróunarvilja mannsins og máttugleika til sífelldra framfara mannkynsheildarinnar. — Hann hafði bráðskarpa skilningsgáfu og aðra námshælileika í ríkum mæli, en var ekki frumlegur lrugs- uður að sama skapi, og ætla ég, að hann hafi fundið það sjálfur og það lamað sjálfstraust hans og þátttöku í opinberum málum. Ég sat á opinberunr fundum með honum um kaupfélagsmál o. fl. um fjörutíu ára skeið, og voru fundirnir töluvert fleiri en árin. En ekki minnist ég þess að hafa heyrt hann halda fundarræðu oft- ar en tvisvar sinnum og í hvort tveggja skiptið upplýsingalegs eðlis. Hugsanir hans komu aðallega fram í fámenni og voru þá venjulega ljósar og sannfærandi. Á yfirborði voru áhrif hans sjaldan mikil. En á hugsunarhátt almennings hér í sýslu hafði hann meiri áhrif en nokkur samherja hans. Fróðleikur hans var marghliða og jafnan á takteinum. Á bak við hann fólst mikil sam- úð — og stundum mikil gremja yfir rangindum, sem uppi vaða í mannlegu lífi. En yfir hvoru tveggja sveif leitandi hugur, er stefndi æ hærra og hærra til göfugra og betra lífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.