Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 26

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 26
264 HINN OÞEKKTI HERMAÐUR STÍGANDI Við íslendingar höfum þó haft ástæðu til að mynda okkur raunsannari skoðanir í þessnm efnum en ýmsar aðrar þjóðir. Þjóð, sem setið hefir á friðarstóli í margar aldir, hlýtur að leggja annað mat á hetjudáðir en styrjaldarþjóðir. Okkar stríð hefir ver- ið háð við grimm og óblíð náttúruöfl, því er okkur tamast að meta hetjur og hreystiverk eftir einhverjum fangbrögðum við náttúruöflin, íslenzkar stórhríðar eða úfinn sjó. Sízt skal úr því dregið, að á þeim vígvelli liafi mörg hetjudáðin verið unnin, og ég skal játa, að það þarf hugrekki til að horfast í augu við dauða eða limlestingu á vígvellinum, en því má heldur ekki gleyma, að það þarf stundum engu minna hugrekki og hetjulund til að berjast við alla þá erfiðleika, t onbrigði og ósigra, sem mannlegt líf svo oft er mótað af. Það er ritað og rætt um hetjudáðir her- mannanna á vígvöllunum. Blöð og útvarp styrjaldarþjóðanna halda þeim afreksverkum mjög á lofti. F.n það er miklu hljóðara um konu hermannsins og allar þær miklu fórnir, sem hún verður að færa, og þrekraunir, sem hún verður að vinna í þögulli bar- áttu fyrir lífi sínu og barna sinna. Ég þori ekki að segja, hvort er meiri hetja, maðurinn, sem berst á vígvöllunum, eða konan, sem ef til vill berst alein heima við allar þær ógnir og bölvun, sem styrjaldir skapa. Eins og okkur verður venjulega starsýnast á hin stóru nöfn t eraldarsögunnar, svo hættir okkur einnig til að meta samferðamennina eftir alinmáli auðs, metorða og mannaforráða, eftir því, hve hátt þá ber í þjóðfélaginu og hve samfélagið hefir fengið þeim mörg virðuleg störf. En þegar dýpra er skyggnzt í hið mikla völundarhús, sem við nefnum þjóðlíf, hljótum við að viðurkenna, að það eru ekki fyrst og fremst þessir menn, sem eru hinar eiginlegu máttarstoðir menningarinnar, þótt ekki beri að vanmeta störf þeirra. Nei-----það eru hinar óteljandi, nafn- lausu hetjur, sem skrá sögu sína í sand Iiinna óbrotnu, daglegu starfa. Það eru hetjur hversdagslífsins. Það eru ekki herforingjarnir, sem vinna styrjaldirnar, þótt svo sé oft látið í veðri vaka. Það eru óþekktir, nafnlausir menn, sem oft falla og gleymast, en ryðja þó brautina til sigurs um leið. Þannig er því einnig háttað í liinni miklu sókn mannkynsins til meiri menningar og þroska. Mikilmennin kveikja að vísu ljósin, en svo kemur alltaf einhver óþekkt hönd, eða óþekktar hendur, sem bera þau fram í gegnum aldirnar. Vegur kristninnar og annarra andlegra menningarstrauma hefir ekki legið í gegnum hallir þjóðhöfðingjanna eða annarra valdamanna þjóðfélaganna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.