Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 27
STIGANDI HINN OÞEKKTI HERMAÐUR 265
nei, þeir voldugu menningarstraumar hafa valið sér hinar þög-
ulu leiðir mannfélagsins. Þar eru hinar óþekktu hetjur hvers-
dagslífsins að skapa veraldarsögu, sem ef til vill verður aldrei
skráð, en er þó uppistaðan í hinum mikla og margþætta vef menn-
ingarinnar, sem komandi kynslóðir bera gæfu til að njóta.
Ég hefi aldrei kynnzt neinum manni, sem unnið hefir nokkrar
hetjudáðir á ahnennan mælikvarða, en ég hefi kynnzt fjölda-
mörgum konum og körlum, sem ég hika þó ekki við að telja
hetjur.
Ég þekkti eitt sinn gamla konu. Hún var búin að ljúka löngu
og miklu dagsvérki, þegar ævikvöldið kom. Hún var búin að ala
upp mörg börn og meðal annars átti hún son fátækan, er hafði
fyrir mörgum börnum að sjá.
Kraltarnir leyfðu nú ekki lengur neina vinnu, en syninum fá-
tæka vildi Iuin hjálpa, og það gerði hún með þeim hætti, að hún
dró af matnum sínum, þegar þess var kostur, og sendi hann til fá-
tæku sonarbarnanna, þegar lerð féll. Hún drakk kaffið sitt syk-
urlaust, en safnaði sykurmolunum og sendi þá sömu leiðina.
Þetta var ein hin kærleiksríkasta kona, sem ég hefi þekkt, og
eru þær þó margar og víða. Þessa konu set ég á bekk með Helgu
Haraldsdóttur og Auði Vésteinsdóttur, þótt hún ynni engin sam-
bærileg þrekvirki.
Myndu þær ekki verða margar íslenzku alþýðukonurnar, sem
myndu hækka og stækka í augum okkar, ef við þekktum kjör
þeirra og hvernig þær bregðast við þeim, og myndi það vera
nokkur stétt í landi voru, fyrr eða síðar, er þjóðfélagið standi í
meiri þakkarskuld við en þessar íslenzku alþýðukonur, þessar
nafnlausu hetjur, sem í yfirlætislausri þögn, og oft umkomuleysi,
hafa byggt upp grunn samfélagsins án viðurkenningar og án
þakka?
Jón Trausti hefir á ógieymanlegan liátt reist þeim óbrotgjarn-
an minnisvarða, þessum nafnlausu alþýðukonum. í öllu sínu um-
komuleysi og mikilleika í senn. Halla í Heiðarhvammi er glæsi-
legur fulltrúi íslenzkra alþýðukvenna, sem verður stærst og
ógleymanlegust í hinum mestu erfiðleikum. En Halla í Heiðar-
hvammi er ekki aðeins hin íslenzka alþýðukona. Hún er ímynd
þeirrar þrautseigju, trúmennsku, en jafnframt þess stórlætis, sem
Iiefir orðið þess valdandi, að íslenzka þjóðin hefir aldrei gefizt
upp. Ég efast um, að saga hinnar íslenzku alþýðukonu hafi nokk-