Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 28

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 28
266 HINN ÓÞEKKTI HERMAÐUR STÍGANDI urn tíma verið skráð at' meiri skilningi og þekkingu en Jón Trausti hefir gert í Heiðarbýlissögum sínum. Fyrir nokkrum áratugum var fjölmenn stétt í þessu landi, sem nú er að liverfa með öllu, en það voru hinir svonefndu vinnu- menn og vinnukonur. En það var eins og kunnugt er verkafólk, sem réð sig í ársvistir, en \ar oft s\o árum skipti eða jafnvel ára- tugum á sama heimilinu. Sumir, sem mesta tryggð sýndu þessum heimilum, sáu þar fleiri en eina kynslóð koma og hverfa. í æsku minni kynntist ég nokkrum konum og körlum úr þessari stétt, og cftir því sem árin hafa liðið, hefi ég betur kunnað að meta þetta fólk. Það hefir stækkað í augum mínum og vaxið að manngildi. Nöfn þessara karla og kvenna komust aldrei í blöðin. Þau unnu engin stórvirki á almennan mælikvarða. Þau lifðu alla ævi í þögn án nokkurrar opinberrar \ iðurkenningar. Heimur þeirra var eld- lnisið, fjósið eða beitarhúsin, en ég efast um, að nokkur þjóð- höfðingi eða hefðarmaður í hinum æðstu sætum þjóðanna þyldi samanburð við þetta óbrotna alþýðufólk að þegnskap og trú- mennsku við allar skyldur lílsins. Þessar óþekktu hetjur livers- dagslífsins voru á sínum tíma salt þjóðfélagsins, því að sé það nokkuð, sem öðru fremur gerir þjóð sterka og hamingjusama, þá er það þetta, að allir þegnar hennar geri skyldtt sína. Sú dyggð er móðir allra annarra dyggða. Einhver myndi á nútímamáli nefna fólk |>etta hina kúguðu stétt, og stundum, ef ti! vill, með einhverjum rétti. Ég efast þó um, að verkafólk nútímans lili heilhrigðara og farsælla lífi. Og án þess að á nokkurn sé hallað, efast ég um, að Jtað hverfi með stærra pund yfir landamærin miklu, og ég efast loks um, að það greiði ættlandi sínu betur uppeldisskuldina en jiessir trúu þjónar hins liðna tíma gerðu, en með |)\ í ;iliti er ekki verið að kasta neinum steinum að verkalýð nútímans. Ég hefi oft hugsað um Jrað, hve komast mætti hjá miklu böli í heiminum, ef Jreir, sem völdin hafa og yfirtökin í Jrjóðfélaginu, væru svolítið örlátari á réttmæta viðurkenningu fyrir vel unnin störf, ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði. Auk þess sem slík viðurkenning er einn hinn mesti aflvaki bæði í lífi einstakl- inga og þjóða, myndi hún brúa Jrað djúp óvildar, tortryggni og jafnvel haturs, setn ríkir á milli þeirra, sem vinna og veita vinnu. íþróttamaðurinn, sem er að keppa að marki, veit, hvaða gildi Jrað hefir að fá viðurkenningu og hvatningu. Glöggur og reyndur kennari veit, hve máttugt uppeldismeðal það er að veita rétt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.