Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 29
STIGANDI HINN OÞEKKTI HERMAÐUR 267
mæta viðurkenningu fyrir það, sem 'vel er gert. Það hefir hjálpað
mörgum nemanda til að komast yfir þröskuld, seni honum áður
i'annst óyfirstíganlegur.
Ég veit ekki, hvort hin harðvítuga, pólitíska flokkabarátta eða
einhver stirðbusaskapur í skapgerð okkar veldur því, að við ís-
lendingar eigum ákaflega erfitt með að viðurkenna nokkuð það,
sem vel er gert. Þegar við höfum ekki ástæðu til að finna að, þá
þegjum við. Það er okkar viðurkenning. Þessi þumbaraháttur er
búinn að drepa áhugann hjá mörgum nýtum starfsmanni í æðri
sem lægri stöðum þjóðfélagsins, og Iiann á eftir að orka seigdrep-
andi á margan áhugamanninn, hvprt heldur það er maður, sem
vinnur andleg störf, eða verkamaður við hin daglegu störf þjóð-
félagsins. A Iieimili, þar sem húsbóndinn þakkar aldrei starf hjúa
sinna, verður aldrei vel unnið. I kennslustofu, þar sem sjaldan
eða aldrei er lofuð frammistaða nemendanna, skapast aldrei
vinnugleði eða skólahugur og þjóðíélag, sem lætur lof eða last
vera bundið við pólitíska flokksþjónustu, eignast fáa þegnskap-
armenn. Slíkt er skipulögð skoðanakúgun og hættulegri viður-
kenning en sjálf þögnin. Þar verður allt starf bundið við peninga,
metorð og alls konar hlunnindi. Það er undarlegt, hvað við erum
sparir á réttmætt þakklæti og viðurkenningu, og þó kostar það
ekki neitt. Stundum þó ef til vill það að brjóta af okkur viðjar
einhverra hleypidóma og þurrka ofurlítið af pólitískum gleraug-
um okkar. En vanþakklætið og þögnin eru miklu dýrari, því að
þau draga úr afköstunum á öllum sviðum þjóðfélagsins og ala
upp eintóma miðlungsmenn, eða minna en það.
En ég var að tala um hetjurnar.
Ég þekkti eitt sinn mann, sem árurn saman þjáðist af sjúkdómi,
er hann vissi, að var ólæknandi. Eg dáðist að sálarró hans og
æðruleysi. Jafnvel þeir, sem voru heilbrigðir og áttu við meðlæti
að búa, gátu sótt til hans styrk og þor. Hann gat brosað í sínum
líkamlega vanmætti, þegar aðrir æðruðust út af smámunum. Sál
hans var hert í deiglu erfiðleika og þjáninga. Þennan mann set
ég á bekk með Þormóði Kolbrúnarskáldi, sem dró örina glott-
andi út úr brjósti sínu. Fáir þekkja sögu þessara nafnlausu hetja,
sem berjast á vígstöðvum sjúkdómanna. Sjúkdómarnir eru heims-
böl, en jafnvel í skjóli þeirra skapast hetjur, sem geta fyllt börn
meðlætisins aðdáun. Söguöld vor íslendinga er rík af hetjudáðum.
Yfir þeirri öld h\ílir glæsilegur frægðar- og hetjuljómi. En það
er mikið vafamál, að fleiri hetjur hafi verið uppi á söguöld en