Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 30
268 HINN OÞEKKTI HERMAÐUR STÍGANDI
jafnvel svartasta niðurlægingartíma þjóðarinnar. í hinum mikla
nafnlausa val þeirra, sem fallið hafa í baráttunni við ís og huhg-
ur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða, hvílir mörg lietjan,
sem engar sögur fara af.
Við göngum á kumblum þessara kynslóða með þeim óljósa
grun, að þarna hvíli kúgaðar og lítilsigldar kynslóðir, og þökkum
ef til vill hamingjunni fyrir, að við erum ekki eins og þessir
voluðu forfeður okkar.
En: „Vittu, þótt heimskinginn hræki á þann svörð, þar Hjálmar
lrá Bólu er grafinn í jörð, að konungur liggur þar liðinn." Undir
þessum grónu kumblum hvílir mörg hetjan, inargur nafnlaus
konungur í nafnlausu ríki.
An þrautseigju og hetjulundár þessara nafnlausu forfeðra okkar
værum við nú í dag ekki sjálfstæð menningarþjóð. Svo órjúfandi
böndum er nútíðin tengd fortíðinni, og liver einasta þjóð, sem
slítur þau bönd, sem tengja hana við fortíð sína og sögu, verður
útlendingur í sínu eigin landi.
Fornaldardýrkun, sem veldur því, að menn liorfa miklu meira
aftur en fram, getur að vísu orðið að sjúkdómi, en saga og reynsla
fortíðarinnar er þó sá eini grundvöllur, sem Iiver þjóð verður að
byggja merrningu sína og tilveru á. Og þó er meginhluti sögunn-
ar óskráður, saga hins óþekkta hermanns. Hirðstjórar og höfuðs-
menn, biskupar og prestar, þeir voru ekki sjálfir þjóðin, þótt
margir þeirra ynnu mikið og gott menningarstarf. Þjóðin var
Iiinn nafnlausi fjöldi, sem vann hörðum liöndum að framleiðslu
verðmætanna.
— Það er til standmynd í einu listasafni Parísarborgar, sem þessi
saga er um:
Eitt sinn, þegar listamaðurinn var að vinna við myndina, kom
svo mikið frost, að hann óttaðist, að myndin yrði ónýt, en hann
haíði ekki ráð á að kveikja upp í vinnustofu sinni. Með því að
myndin var nú fullgerð, en leirinn ekki fullþurr, tók hann sæng-
urföt sín og vafði þeim um myndina til að verja hana frostinu.
Næsta morgun fannst listamaðurinn helfrosinn í rúmi sínu, en
listaverkinu, lífshugsjón hans, var borgið.
Þessi maður var meiri og göfugri hetja en samlandi hans, Napó-
leon mikli, þótt hann með blóðugu ofbeldi gæti lagt undir sig
mikinn hluta Evrópu.
Þessi saga um listamanninn leiðir hugann hingað heim til ís-