Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 31
STIGANDI HINN ÓÞEKKTI HERMAÐUR 269
lands aftur. Hún minnir á aðra hetjudáð, sem unnin var af ís-
lenzkum manni.
— Eitt sinn var Guðmundur Arason, síðar biskup, á ferð vestur
yfir Heljardalsheiði um hávetur og var að fara á fund Brands
biskups á Hólum. Margt manna slóst í för með honum að vanda,
bæði karlar og konur. En þegar upp á heiðina kom, skall á blind-
hríð með hörkufrosti. Eftir ráðum Guðmundar var þá snúið við,
og varð það til að bjarga lífi margra, en þó tvístraðist hópurinn,
og sumir urðu úti. Með Guðmundi voru tveir lærisveinar lians,
börn að aldri, og tvö stúlkubörn. Annar sveinninn lenti í vatni
og kól til bana á skammri stund. Önnur litla stúlkan gafst upp,
en þá fór Guðmundur úr kyrtli sínum, vafði utan um stúlkuna og
gróf hana síðan í fönn. Nokkru síðar gáfust einnig hin börnin tvö
upp. Guðmundur lagðist þá niður með þau í faðminum og vafði
um þau klæðum sínum, en allir aðrir reyndu að komast til bæja
og bjarga lífi sínu.
Daginn eftir var komið að leita þeirra. Var þá sveinninn and-
aður í fangi Guðmundar, en báðar stúlkurnar voru lifandi og
óskemmdar.
Sagan gerir sums staðar fremur lítið úr karlmennsku og lietju-
lund Guðmundar biskups Arasonar. En á Heljardalsheiði birtist
hann sem lietja.
Menn geta unnið hetjudáðir fyrir margra hluta sakir. Sumir
vinna þær fyrir metnaðar sakir, t. d. ganga á kaðli yfir Niagara-
fossinn. En það er aðeins eitt, sem gerir menn að sönnum hetjum:
það er ást á hugsjónum, einstaklingum eða ættjörðinni. Það er
kærleikur í einhverri mynd. Eg býst ekki við, að Guðmundur
Arason Iiefði reynzt frábær hermaður á vígvelli, en sú mikla og
heita glóð, sem vermdi allt hans dapra líf, var fórnarlundin og
kærleikurinn, og það var sú innri glóð, sem kom honum til að
bjóða dauðanum byrginn úti í íslenzkri öræfastórhríð til að bjarga
tveimur barnslífum.
„Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpuð," segir Einar Bene-
diktsson einhvers staðar. Hetjurríar í ríki friðarins stefna eftir
því vegabréfi, en ekki eftir neinum járnhörðum skipunum. Þær
spyrja ekki um gróða eða tap, ekki peninga, metorð né mann-
virðingar.
Við höfum átt og eigum enn marga karla og konur með hugar-
fari Guðmundar góða, en þó óttast margir, að þessi gullforði okk-
ar sé að ganga til þurrðar að sama skapi sem krónunum í landi