Stígandi - 01.10.1944, Síða 32

Stígandi - 01.10.1944, Síða 32
270 HINN ÓÞEKKTI HERMAÐUR STÍGANDI okkar fjölgar. Margir óttast, að við séum að ala hér upp þjóð, sem leggur mælikvarða peninganna á flesta liluti. Með Gullveigu hélt óhamingjan innreið sína í ríki guðanna. Peningarnir eru góðir jrjónar, en hættulegir húsbændur, og í ríki peninganna, ríki eigin- girninnar fæðast engar hetjur. Það, sem einkennir mjög hina síðustu tírna, er óvenjulega skjót röð stórfenglegra atburða. Mannkyn allt spyr með eftirvæntingu: Hvað kemur næst? Ungir og aldnir lilusta með eftirvæntingu og oft kvíða eftir hinum stórbrotnu tíðindum að utan. Það er eins og einhver ómótstæðilegur kraftur togi hugina í eina átt, út á við. Ekkert þykir fréttnæmt, sem gerist hið innra. Þeir atburðir, sem þar gerast, eru svo smáir, að þeir hverfá í skugga hinna. Ég veit ekki, hvort menn hal'a gert sér grein l’yrir þcirri menningarlegu hættu, sem hér er í uppsiglingu. Líf manna er samanslungið úr óteljandi smámunum, hversdagslegum atburðum og hversdags- legum skyldum, og það er ekki hægt að hlaupa frá þeim, án þess að eyða verði í þá þróun, sem mannlegu lífi er ætlað að taka, og ég held, að það þurfi engan spámann eða sjáanda til að verða þess var, að þessi flótti hugans út á við er farinn að losa um mörg bönd, sem áður voru traust. Lítilsvirðing á smámununum er upphaf rótleysis. Sá, sem kann ekki að meta augnablikið, lærir aldrei að fara vel með tímann. Maðurinn, sem fyrirlítur eyrinn eða krón- una, kann aldrei með fé að fara. Maðurinn, sem fyrirlítur hin smærri lilutverk og skyldur, er ekki líklegur til að verða trúr liin- um stærri. Og ég verð að segja, að ég óttast, að sti kynslóð, sem nú er að alast upp, sé einmitt að mótast af þessu viðhorfi til líðandi stundar. Stóru atburðirnir geta verið eins og nokkurs konar krydd á hversdagsleikann, en hið einfalda og óbrotna líf er nú samt, jregar öll kurl koma til grafar, þið eftirsóknarverðasta í öllum sín- um einfaldleik og fjölbreytni í senn. Lífið fær ekki ljóma sinn og gildi að utan. Það fer eftir því, með hvers konar augum við liorf- um á dásemdir þess, og hvers konar eyrunr við hlustum á tóna þess. Þess vegna verðum við að varðveita hina innri sýn okkar, ekki síður en hina, sem út á við snýr, ef við eigum ekki að bíða við Jrað menningarlegt tjón. Og eitt er víst: Menning okkar og farsæld, siðmenning fram- tíðarinnar, verður að miklu leyti komin undir því, hvaða mat við leggjum á þessa hluti. Hvaða mat við leggjum á manngildið. Hvaða mat við leggjum á hetjulundina. Á meðan almenningur hyllir hermennsku og herfrægð, verða til stríð, með allri þeirri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.