Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 33

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 33
STÍGANDI HINN ÓÞEKKTI HERMAÐUR 271 bölvun, sem þeim fylgir. Á meðan öll áróðurstæki þjóðanna kepp- ast við að gera þá menn að mestum hetjum, sem flestum manns- h'fum granda, er kynt undir glóð ófriðar og blóðsúthellinga. Á meðan við íslendingar hugsum í stéttum og flokkum, og viður- kennum það eitt vel gert, sem flokksmaður okkar gerir, ræktum við ekki trúmennsku og þegnskap. Á meðan við kunnum ekki að meta það, sem vel er gert, hvorki í orði eða verki, ölum við okkur aðeins upp duglitla miðlungsmenn. Við þurfum að hrista af okkur þennan smáborgaraskap, að þora ekki, eða vilja ekki viður- kenna neitt, sem vel er gert hjá náunganum. Það er menningu okkar fjötur um fót, og í slíku andrúmslofti eru engin vaxtarskil- yrði fyrir áhuga, þegnskap og skyldurækni. Mannkyn allt er nú statt á Heljardalsheiði ískaldrar járn- og stálmenningar. Spekingar og spámenn deila um, hvað gangi að heiminum, deila um áttirnar. Hver vill halda sína götu, en á með- an týnast menn úr hópnum og farast. Sumir hrópa á nýtt skipu- lag, sem muni bjarga heiminum og menningu hans, og sá hópur er fjölmennur. Aðrir láta sér detta í hug, að gott skipulag komi því aðeins að gagni, að til séu góðir og þroskaðir menn, sem geta framkvæmt það. En það, sem spekingum er hulið, er smælingjum stundum opin- berað. Hinn fyrirlitni Hólabiskup, sem alþýðan sæmdi þó hinu mesta tignarheiti, sem tungan á, gefur hér skýrt svar. Fordæmi hans á Heljardalsheiði, hetjulund og fórnarþel, er lexían, sem okkar hjartakalda menning þarf að nema. Það er fórnar- og hetju- lund hans og ósvikin skyldutilfinning, sem bjargaði litlu stúlk- unum, og það er sh'kt hugarfar og ekkert annað, sem getur bjarg- að okkar áttavilltu menningu ofan af þeirri Heljardalsheiði, sem hún er nú stödd á: Það verða ekki peningar, ekki skipulagið eitt, ekki einvaldsherrarnir, sem drottna nú yfir hálfum heiminum, sem koma menningu okkar aftur á réttan kjöl, það verða miklu fremur menn með hugarþeli Guðmundar góða. Það verða hetjur liversdagslífsins. Á gröf þess óþekkta hermanns eiga kynslóðir framtíðarinnar að leggja heiðurskrans sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.