Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 33
STÍGANDI HINN ÓÞEKKTI HERMAÐUR 271
bölvun, sem þeim fylgir. Á meðan öll áróðurstæki þjóðanna kepp-
ast við að gera þá menn að mestum hetjum, sem flestum manns-
h'fum granda, er kynt undir glóð ófriðar og blóðsúthellinga. Á
meðan við íslendingar hugsum í stéttum og flokkum, og viður-
kennum það eitt vel gert, sem flokksmaður okkar gerir, ræktum
við ekki trúmennsku og þegnskap. Á meðan við kunnum ekki að
meta það, sem vel er gert, hvorki í orði eða verki, ölum við okkur
aðeins upp duglitla miðlungsmenn. Við þurfum að hrista af
okkur þennan smáborgaraskap, að þora ekki, eða vilja ekki viður-
kenna neitt, sem vel er gert hjá náunganum. Það er menningu
okkar fjötur um fót, og í slíku andrúmslofti eru engin vaxtarskil-
yrði fyrir áhuga, þegnskap og skyldurækni.
Mannkyn allt er nú statt á Heljardalsheiði ískaldrar járn- og
stálmenningar. Spekingar og spámenn deila um, hvað gangi að
heiminum, deila um áttirnar. Hver vill halda sína götu, en á með-
an týnast menn úr hópnum og farast. Sumir hrópa á nýtt skipu-
lag, sem muni bjarga heiminum og menningu hans, og sá hópur
er fjölmennur. Aðrir láta sér detta í hug, að gott skipulag komi
því aðeins að gagni, að til séu góðir og þroskaðir menn, sem geta
framkvæmt það.
En það, sem spekingum er hulið, er smælingjum stundum opin-
berað. Hinn fyrirlitni Hólabiskup, sem alþýðan sæmdi þó hinu
mesta tignarheiti, sem tungan á, gefur hér skýrt svar. Fordæmi
hans á Heljardalsheiði, hetjulund og fórnarþel, er lexían, sem
okkar hjartakalda menning þarf að nema. Það er fórnar- og hetju-
lund hans og ósvikin skyldutilfinning, sem bjargaði litlu stúlk-
unum, og það er sh'kt hugarfar og ekkert annað, sem getur bjarg-
að okkar áttavilltu menningu ofan af þeirri Heljardalsheiði, sem
hún er nú stödd á: Það verða ekki peningar, ekki skipulagið eitt,
ekki einvaldsherrarnir, sem drottna nú yfir hálfum heiminum,
sem koma menningu okkar aftur á réttan kjöl, það verða miklu
fremur menn með hugarþeli Guðmundar góða. Það verða hetjur
liversdagslífsins.
Á gröf þess óþekkta hermanns eiga kynslóðir framtíðarinnar
að leggja heiðurskrans sinn.