Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 36

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 36
STÍGANDI KRISTIÁN ELDIÁRN: FJÖL ÚR AUÐUNARSTOFU Það er ekki ofmælt, að Hólar í Hjaltadal hafi um langt skeið verið höfuðstaður Norðlendingafjórðungs. Þar var miðstöð liins andlega lífs með biskupsstól og skóla, þangað safnaðist mikill fjöldi fólks og þangað streymdi mikill auður, enda voru margir biskuparnir frekir til gjaldsins. Hvergi á Norðurlandi var annað eins samankomið jarðneskra gæða, enda var þar allt stærra og viðameira en á óbreyttum bændabýlum. Húsakostur var þar með afbrigðum mikill og reisulegur, og nefna sumar úttektir Hóla- staðar meira en 60 hús, að meðtöldum útihúsum. Sum þessara húsa voru hin vönduðustu, enda virðist húsum Hólastaðar hafa verið sæmilega við haldið fram á 18. öld. Hólastóll var lagður niður 1801 og voru Hólar upp frá því ekki nema eins og hver annar kirkjustaður. Hófst þá þegar mikil eyðilegging og niður- níðsla á staðarhúsunum, og þegar Henderson kom að Hólum á árunum 1714—15, fannst honum staðurinn minna mest á þorp, sem komið er í eyði. Sá, sem kemur að Hólum nú í dag, mun sjá þar eitt myndar- legasta sveitasetur þessa lands. Nýr Hólastaður er risinn þar upp, og er það góðra gjalda vert. En þar er ekkert, sem minnir á forna frægð staðarins, ekkert annað en dómkirkjan, sem er eitt af yngstu húsum hins forna biskupsseturs. Þar vottar ekki fyrir hinum rambyggðu húsurn biskupanna, og þó hefðu þau vel mátt standa enn, ef þeim hefði verið sýnd ræktarsemi. Eitt þessara liúsa var Auðunarstofa eða „timburstofan gamla“, eins og hún var oft kölluð til aðgreiningar frá „nýja húsinu", sem Guðbrandur biskup lét reisa á Hólum síðar. Auðunarstofa var kennd við Auðun rauða Þorbergsson, sem var Hólabiskup 1313—22, en kom til stólsins 1315. Þykir hann hafa verið atkvæða- mestur allra útlendra biskupa á íslandi, enda var hann umsvifa- rnikill bæði heima á Hólastað og í stjórn biskupsdæmisins. í Lárentíus sögu er þannig sagt frá uphafi Auðunarstofu: „Lét liann (þ. e. Auðunn biskup) flytja sunnan af Seleyri timbnr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.