Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 38

Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 38
276 FJÖL ÚR AUÐUNARSTOFU STÍGANDI Gísli Jónsson, síðar prestur, hefir verið manna stórvirkastur um eyðingu Hólastaðar. Hann flutti að Hólurn 1806 og bjó þar nokkur ár á liálfri jörðinni móti Páli Hjálmarssyni, skóla- meistara. Keyptu þeir Hóla af Stefáni amtmanni Þórarinssyni á Möðruvöllum, og seldu hana síðar Boga kaupmanni Benedikts- syni í Stykkishólmi og höfðu mikinn hagnað af kaupunum. Mun samtíðarmönnum hafa blöskrað mjög aðfarir þeirra félaga á Hólum, eins og sjá má á frásögn Espólíns: „Þá rifu Hólamenn Auðunarstofu, og skorti hana þá fáa vetur á 500 frá því er lnin var sett og var enn stæðileg vel. Voru það Páll rektor Hjálmars- son og Gísli Jónsson biskups Teitssonar, er fyrr var í konrektors stað. Þeir seldu engan stokk minna en 3 dali og eftir því var önnur viðarsala þeirra, því þeir rúðu mjög Hóla og búnaðist ei að heldur. Var og lítið samþykki með þeim. . . . Hvergi fékkst þá nálega viðarsala betri og livergi viðurinn að kalla en gang- peninga skorti og gjörðist nú all-eyðilegt á Hólum." Um með- ferð Gísla á Hólastað er einnig til þessi vísa eftir Espólín: Illugi gaf og efldi bezt, ann sá kristnum skóla, Gísli annar eyddi verst át og drakk upp Hóla. Eftir sögn Espólíns var það 1810, sem Auðunarstofa var rifin, þá nær 500 ára gömul. Vafalaust hefði hún getað staðið enn, ef hún hefði komizt í hendur nærgætnari manns en Gísla Jóns- sonar. En nú er hún komin út í veður og vind og verður ekki heimt þaðan aftur. Það bætir ekki úr þessu tjóni, að hugulsamur bóndi norður í Svarfaðardal hefur í 63 ár geymt í fórurn sínum fjöl úr Auðunar- stofu og forðað henni frá glötun, vegna þess að liann vissi, að hún var úr þessu fornfræga luisi. En það er dæmi þess hugarfars og þeirrar menningar, sem þnrft hefði til að halda hlífiskildi yfir Auðunarstofu allri á sínum tíma. Hefir hér orðið heldur en ekki Gíslamunur, því að þessi maður heitir líka Gísli Jónsson, bóndi á Hofi í Svarfaðardal, og er hann mörgum Norðlendingum að góðti kunnur. Hann er þjóðhagasmiður bæði á tré og járn, fræða- þulur mikill og kann vel með söguefni að fara. Fyrir skönnnu átti Gísli 75 ára ai'mæli og munu þá margir hafa hugsað til hans með virðingu. Fjölina úr Auðunarstofu hefir liann geymt síðan 1881 þangað til nú í sumar, að hann gaf hana Þjóðminjasafninu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.