Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 40

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 40
278 FJÖL ÚR AUÐUNARSTOFU STÍGANDI við það, sem um hann er kunnugt. Hann unni mjög Hólum og vildi þaðan aldrei hverfa, hvernig sem lrlés. Persónulega varð hann fádæma hart úti, þegar eignir staðarins voru seldar, og eftir að Gísii kom til Hóla, var liann á framfæri með lionurn og lítt haldinn. En tryggð sinni við staðinn liélt hann, enda var hann var til dauðadags 1820, samfleytt 50 ár, og hafði þá verið þar dómkirkjuprestur í 45 ár í tíð fjögurra biskupa. Hann varð elztur allra hinna gömlu Hólamanna og blæddi mjög í augum hnignun staðarins og aðfarir Gísla, og kemur þetta vel fram í sögu Kristínar. Fjölin úr Auðunarstofu er ekki merkilegur forngripur út af fyrir sig, þetta er ofboð venjulegur dyralisti úr furu, og þær upp- lýsingar, sem hann gefur um Auðunarstofu, eru harla litlar. En samt er þessi fjöl betri en ekkert. Hún minnir á hið fornfræga hús, gefur tilefni til hugleiðinga um sögu þess og örlög. Hún minnir á Gísla Jónsson á Hólum, sem virti að vettugi forna frægð og virðuleik Auðunarstofu vegna dalanna, sem hann gat fengið fyrir hana, og hún minnir um leið á alla þá mörgu íslendinga, sem grandað hafa fornum minjum þjóðar sinnar. En hún minnir einnig á Gísla Jónsson á Hofi og þá fáu íslendinga, sem gæddir hafa verið álíka hugarfari og hann, hafa átt þá menningu, sent er ræktarsemi til fornra minja. Það getur vel verið, að eitthvað sé af spýtnarusli úr Auðunarstofu í refti bæja og útihúsa í Skaga- firði, en Gísli á Hofi er sá eini maður, sem ég véit til að geymt hafi fjöl úr stofunni af einskærri virðingu fyrir aldri hennar og sögu. Því miður er slíkt hugarfar allt of fátítt meðal Islendinga. Land vort er flestum löndunt snauðara að fornum minjurn og þjóðin hirðulausari um þær en margar grannþjóðir vorar. Þeir hefðu þurft að vera færri, sem líktust þeirn Gíslanum, sem stof- una reif, en hinir miklu fleiri, sem sammerkt áttu við Gísla á Hofi, sem fjölina geymdi. Þá væri ísland skemmtilegra land en það er og vér sjálfir auðugri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.