Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 43

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 43
STÍGANDI FJALLAFERÐIR 281 en svo, að flestum fullfrískum mönnum sé það fært. Það þarf að hafa réttan og þægilegan útbúnað, sem minnstan farangur og um fram allt að fara liægt af stað. Sé þessum þrem meginreglum ferðamannsins fylgt, geta flestir, sem aðeins hafa vilja og nenningu, veitt sér þá ánægju að ganga áfjöll. Það er einkum kaupstaðalólk, sem iðkar fjallaíþí'óttir hér á landi, en margt sveitafólk kemur aldrei upp á fjallið fyrir ofan bæinn sinn, hvað þá meira. Náttúrlega má segja sem s\'o, að störf sveitafólksins séu svo erfið, að ekki sé von, að það leggi það á sig að vera að klifra upp um fjöll í frítímum sínum. Þó telur fólk ekki eftir sér að dengjast í bílum langar leiðir og oft á misjöfnum vegum til þess að komast á dansleik eða samkomu, þar sem oft er ekkert um að vera nema dans í reykjarsvælu og ólofti og stundum drykkjulæti og áflog. Nú á tímum er mikið talað og ritað um ættjarðarást og ýmis- legt gert til þess að reyna að glæða hana. F.g lield, að það, er lielzt myndi vekja og glæða ættjarðarást okkar, sé það að kynnast land- inu okkar sem bezt. Við kynnumst því ekki bezt með því að þeysa um það þvert og endilangt í bílum eða yfir það í flugvélum. Við þurfum að ferðast um það ríðandi, til þess að vera frjálsir ferða okkar, eða gangandi til þess að geta athugað það, sem okkur sýnist. hvort sem það er köngullóarvefur á milli steina, undarlega lagaðir hraundrangar, gjósandi hverir eða lítið öræfablóm í gilskoru upp til fjalla. Fátt er unaðslegra en að leggjast til hvílu að kvöldi í tjaldinu sínu við lítinn læk inni í kyrrð öræfanna og láta nið hans syngja sig í svefn. Það er töfrandi að litast um uppi til f jalla á sólbjörtum sumar- morgni og ánægjulegt að leggja land undir fót, klífa hæsta tindinn og finna vöðvana stælast við áreynsluna og viljann skerpast. Loks erum við á hátindinum og útsýnið opnast. Hvílík dýrð! Sá einn, sem sjálfur hefir lifað slíkar stundir og notið dýrðlegs útsýnis, veit, hverjar tilfinningar það vekur. Sá, sem aldrei hefir verið uppi á heiðum á sumarkvöldi og séð þoku læðast inn dalina og fylla þá, en sólroðna fjallatindana gnæfa upp úr þokuhafinu, hefir misst af miklu, því að slík sjón gleymist aldrei. Vetrarríki fjallanna á líka sína fegurð og dásemdir. Það er hrífandi að þjóta á skíðum niður snævi þaktar hlíðarnar, enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.