Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 52

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 52
290 HÁSKÓLANÁM í BANDARÍKJUNUM STÍGANDI sinni. Þykir það hin harðasta raun og er í eðli sínu frábrugðið doktorsvörn hérlendis. Meirihluti þeirra tveggja til þriggja ára, sem fer í undirbúning til doktorsprófs, þarf kandidatinn að sækja fyrirlestra í fagi sínu og stunda verklegar æfingar við háskólann, — og áður en til átaka kemur um doktorsritgerðina, verður hann að taka ýmis próf, skrif- leg og munnleg, sem sanni, að hann hafi víðtæka og nákvæma þekkingu á sínu sviði og sé álitshæfur. Námsskilyrði við alla stærri háskóla í Bandaríkjunum eru yfir- leitt hin ákjósanlegustu. Húsakynni eru einatt vegleg og h'tt spar- að'til kennslutækja. Tilraunastofur eru margar. Stúdentar hafa þar góðan aðbúnað og færi á að gera verklegar æfingar undir eftirliti prófessora sinna. Auk þess eiga háskólar alla jafna hin sæmilegustu lista- og náttúrugripasöfn, sem geta verið til hins mesta menningarauka. Þó má fullyrða, að bókasöfnin séu brennideplar amerískra há- skólahverfa, og er miklu fé og tíma varið til þess að gera þau sem bezt úr garði. Bókasafnið í Kaliforníuháskóla hefir til dæmis að geyma töluvert á aðra milljón binda, og yfir 18 þús. blöð og tíma- rit streyma stöðugt að. Bókasafn þetta sér stúdentum og prófessor- um fyrir mestöllum heimildum og gögnum, er þeir þurfa, og get- ur, ef rétt er haldið á, sparað fátækum stúdentum gríðarleg bóka- kaup, enda á fárra meðfæri að kaupa allar þær bækur, er til náms- ins þarf. Auk aðalbókasafnsins hafa stundum einstakar háskóla- deildir söfn, sem hafa á boðstólum bækur og heimildarrit í sér- stökum greinum. í bókasafninu eru stórir lestrarsalir fyrir stúdenta. Eru þeir mikið notaðir og koma í góðar þarfir, þar sem veggirnir eru þétt- skipaðir handbókum og alfræðiorðabókum, sem ómissandi eru við allt nám. Einn salur bókasafnsins hefir sérstöðu. Þar eru um 18 þús. bindi, sem ætluð eru mestmegnis til tómstundalesturs. Er þar gott úrval bókmennta, og er hlutverk þeirra að veita stúdent- unum færi á að afla sér almennrar menntunar, sem oft vill verða út undan við sérfræðinám. Allir, sem skráðir eru í háskólann, hafa ókeypis afnot af söfnunum. Bandarískir háskólar gefa stúdentunum góðan kost á að efla heilsu sína. Við Kaliforníuháskóla fer fram afar rækileg læknis- skoðun á öllum nýjum háskólaborgurum, og um leið er rann- sökuð hæfni þeirra til ýmissa íþróttaiðkana og þeim bent á færin, sem þeim bjóðast í þeim efnum við skólann. Ekki eru íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.