Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 54

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 54
STÍGANDI HELGI VALTYSSON: HIÐ GULLNA RYK ENDURMINNINGANNA Draumur minn hafði varað aðeins örstutta stund, en þó numið óra-víðáttur himins og jarðar. Ég glaðvaknaði í einu vetfangi. Sál mín var hljómandi harpa með hundrað strengja mál. Og skammdegisnóttin var geislamerluð umhverfis mig og þrungin dulmögnuðum unaði. En tunga mín var þögul og hljóð. Hún á engin orð yfir dýrð þá og dásemdir, sem tengja saman hið eilífa líf himins og jarðar. Svo tómt getur orðið eftir þann, sem heitt hefir verið unnað, að öll tilvera vor og skynheimur hverfi í hið víðfeðma djúp auðnarinnar, og myrkur saknaðarins grúfi ægi-þungt og órofa yfir djúpunum. En andi guðs svífur einnig yfir svartahafi sorgarinnar. Og sjá: Það verður ljós. Bros guðs breiðist yfir víðgelmi einmanaleikans og tendrar hin björtu blys dýrðar sinnar og kærleika í niðamyrkri mannssálarinnar. Og geislar þeirra og logaskær ljómi smjúga gegnum hverja minnstu ögn jarðneskrar tilveru, svo að sjálft moldarundrið glitrar og grær. Og augu vor verða skyggn og skynja hina eilífu verund lífsins. Slík ævintýr gerast öðru hvoru umhverfis oss. En vér sjáum þau sjaldan. Augu vor eru sljó í forsælu jarðar. Og dýrð himn- anna er þeim hulin. En í draumum vorum verða þau skyggn. Þá sjáum vér himnana opnast og dýrð drottins drjúpa sem gullið regn til jarðar og streyma um lífsins æðar allar. Og sál vor breiðir út blöð sín og hlær og skelfur í yndisþrungnum unaði við frjó- magni hins gullna regns í sólbláma-brosi sumarhimins guðs dýrðar. Og sjá: Allt er orðið nýtt. Nýr himinn og ný jörð. Sál vor lítur nýjum sjónum yfir haf og hauður. Og lífið allt fær nýtt viðhorf og merkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.