Stígandi - 01.10.1944, Page 55

Stígandi - 01.10.1944, Page 55
STÍGANDI HIÐ GULLNA RYK ENDURMINNINGANNA 293 Ást í meinum er undrasterk. Víðfeðmari en veröldin öll. Sterkari en dauðinn. Og úthafsöldur hennar eru eilífar eins og lífið sjálft. — Hvað er það annars, sem eigi er eilíft í skynheimi vorum? Mælt orð? Hugsanir vorar? Innsta liræring hugar míns? Bylgjur frá geimi lits og ljóss og hljóms? Eru þær eigi allar sálar- bylgjur vorar í fjölþættri eining og eilífri frá uppsprettu alls lífs og að innsta kjarna þess? — Hver svarar því? Hví ættu annars atburðir löngu liðinna tíma að berast mér, óviðbúið og tilefnislaust, úr allt að hálfrar aldar fjarlægð? Flotna upp á úthafi sálar minnar, skýrast og birtast í nýrri mynd, ókunnri og óvæntri, er opinberar hulda leyndardóma mannssál- arinnar, fegurð hennar og göfgi? Atburðir, er valda sálhrifum, sem ná langt út yfir gröf og dauða og ónumdar víðát.tur mann- legrar tungu. — Dagvitund vor rúmar fátt eitt af þessu. En í draumum vorum er þetta einfaldur \ eruleiki, og handhægt við- fangsefni anda vorum og eðlilegt.----------- Frásögn mín verður öll í molum og aðeins daufur kvöldbjarmi og fölur af fegurð þeirri, sem birtist mér í undursamlegu háflæði gullinskærrar geisladýrðar örstutts draums, er þó náði yfir geysi- víðáttur rúms og tíma. Frænka mín góð. Hve þú ættir skilið, að minning þín geymd ist hrein og skír með ættmennum þínurn, sem nú minnast þín eigi framar, þekkja tæplega nafn þitt né vita deili á ævi þinni og undursamlegum örlögum þínum. Á erfiðum tímum Islandsbyggðar fórstu ung úr landi með er- lendum manni, er gegnt hafði embætti hér á landi, og fjölskyldu lians. Og fósturjörð þín kvaddi þig kuldalega. Svo mjög, að þú varst nær orðin úti á einum háskalegasta fjallvegi Austfjarða, ör- stuttum. Merki þeirrar skammdegisnætur barstu æ síðan. Síðan dvaldir þú áratugi í erlendri stórborg, og árum saman hjá frægri leikkonu, sem var í miklum metum hjá þjóð sinni. Og líf þitt og tilvera öll var víðsfjarri liarðindum og ygglibrún ættjarðar þinnar. En þó gleymdist þér aldrei hin sólbláu sumar- næturbros hennar með blómaangan úr holturn og móum, og bú- pening á beit á döggvuðum grundum, — né hin nóttlausa vor- aldar veröld með faðminn fullan af friði og fuglakvaki. En vefur lífsins er slunginn þúsundum þráða, sem liggja um hug vorn og hjarta. Og töfrar þeirra fylla tilveru vora seiðmagn- aðri þrá og eirðarleysi. Uppistaðan er hugsanir guðs og áætlanir,

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.