Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 57

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 57
STIGANDI HIÐ GULLNA RYK ENDURMINNINGANNA 295 myndi verða. Og nú skildist mér það til fullnustu: Auðnar-auðn einmana sálar, er hjá þér hafði loks fundið fyllingu lífsins að örðugum leiðum og órannsakanlegum. — Tómleikakenndin gagntók mig. Ég saknaði alls, sem áður var hér. Og mér varð auðnar-tóm þetta enn ömurlegra og sárara sök- um þess, að stofurnar báðar voru fullar af ryki. Það lá sem þykk ábreiða á gólfi, veggjum og lofti. Og í hverju horni var loðið af dordingulvef og ryki. Mig furðaði stórlega. Og ég kenndi til sársauka. Frænka mín hafði aldrei þolað að sjá ryk, og hafði haldið öllu hreinu og fág- uðu. Henni myndi hafa þótt sárt að sjá þetta. — Ósjálfrátt lyfti ég hendi til að strjúka úr einu horninu, og síðan niður eftir veggnum. Mér finnst ég verða að gera þetta, svo að enginn skuggi skuli falla á minningu frænku minnar látinnar. „Nei." Ég hrekk við. Hér var eigi mælt mannlegri röddu. En neit- unin var skýr og ákveðin, með sálrænni fyllingu, er smaug gegn- um vitund mína alla. Hér mælti hugur manns, sem sér og les lmgsanir mínar. Ég lít við, því að ég veit þegar, hver þetta er. Hann situr á miðju gólfinu og horfir á mig eins og oft áður, er ég var unglingur og hann miðaldra maður. Hann hefir á höfði sömu svörtu kollhúfuna víðu, skáhallt út í vinstri vangann að vanda. Sama göfugmennskan lýsir úr svip hans og yfirbragði. Hin sama sálræna djúphygli með ljósvarpi mikilla gáfna og fjölhæfni. Ég sé einnig hugsanir hans. Nú þurfum við eigi að klæða þær fátæklegum flíkum fáskrúðugra orða. Ég les í huga hans. „Þú skalt eigi þurrka rykið — ennþá. Það er mér eina sýnilega endurminningin um hana, sem ekki þoldi að sjá ryk í húsum inni. Það vefur geislaskrúða minninganna um hana hérna inni hjá mér. Hún er mér nærverandi í ryki jarðar. Þess vegna má eigi hrófla við því fyrr en síðar — þegar ég er ferðbúinn. — Þá þurrka ég það ef til vill sjálfur, — í sama skyni og þú ætlaðir að gera það, — svo að enginn skuggi nái að falla á minningu hennar. Og þá er minning hennar heldur eigi tengd því framar."--------- Óvæntum bjarma og einkennilegum sló skyndilega á andlit lionum, og var sem kæmi hann innan að. Stofurnar báðar fylltust leiftrandi birtu. Ég leit upp, forviða og undrandi. Gullið sólskins- flæði streymdi inn um alla glugga, — úr öllum áttum, — og fyllti þær fljótandi gullbrá. Rykið varð í einni svipan að lifandi gullin- móðu, sem logaði og leiftraði í undursamlegustu brigðum lits
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.