Stígandi - 01.10.1944, Side 57

Stígandi - 01.10.1944, Side 57
STÍGANDI HIÐ GULLNA RYK ENDURMINNINGANNA 295 myndi verða. Og nú skildist mér það til fullnustu: Auðnar-auðn einmana sálar, er hjá þér hafði loks fundið fyllingu lífsins að örðugum leiðum og órannsakanlegum. — Tómleikakenndin gagntók mig. Ég saknaði alls, sem áður var hér. Og mér varð auðnar-tóm þetta enn ömurlegra og sárara sök- um þess, að stofurnar báðar voru fullar af ryki. Það lá sem þykk ábreiða á gólfi, veggjum og lofti. Og í hverju horni var loðið af dordingulvef og ryki. Mig furðaði stórlega. Og ég kenndi til sársauka. Frænka mín hafði aldrei þolað að sjá ryk, og hafði haldið öllu hreinu og fág- uðu. Henni myndi liafa þótt sárt að sjá þetta. — Osjálfrátt lyfti ég hendi til að strjúka úr einu horninu, og síðan niður eftir veggnum. Mér finnst ég verða að gera þetta, svo að enginn skuggi sktdi falla á minningu frænku minnar látinnar. „Nei.“ Ég hrekk við. Hér var eigi mælt mannlegri röddu. En neit- unin var skýr og ákveðin, með sálrænni fyllingu, er smaug gegn- um vitund mína alla. Hér rnælti hugur manns, sem sér og les hugsanir mínar. Ég lít við, því að ég veit þegar, hver þetta er. Hann situr á miðju gólfinu og horfir á mig eins og oft áður, er ég var unglingur og hann miðaldra maður. Hann hefir á höfði sömu svörtu kollhúfuna víðu, skáhallt út í vinstri vangann að vanda. Sama göfugmennskan lýsir úr svip hans og yfirbragði. Hin sama sálræna djúphygli með ljósvarpi mikilla gáfna og fjölhæfni. Ég sé einnig hugsanir lians. Nú þurfurn við eigi að klæða þær fátæklegum flíkum fáskrúðugra orða. Ég les í huga lians. „Þú skalt eigi þurrka rykið — ennþá. Það er mér eina sýnilega endurminningin um hana, sem ekki þoldi að sjá ryk í húsurn inni. Það vefur geislaskrúða minninganna urn Iiana hérna inni hjá mér. Hún er mér nærverandi í ryki jarðar. Þess vegna má eigi hrófla við því fyrr en síðar — þegar ég er ferðbúinn. — Þá þurrka ég það ef til vill sjálfur, — í sama skyni og þú ætlaðir að gera það, — svo að enginn skuggi nái að falla á minningu hennar. Og þá er minning liennar heldur eigi tengd því framar.“---- Óvæntum bjarma og einkennilegum sló skyndilega á andlit honum, og var sem kæmi liann innan að. Stofurnar báðar fylltust leiftrandi birtu. Ég leit upp, forviða og undrandi. Gullið sólskins- flæði streymdi inn um alla glugga, — úr öllwn áttum, — og fyllti þær fljótandi gullbrá. Rykið varð í einni svipan að lifandi gullin- móðu, sem logaði og leiftraði í undursamlegustu brigðum lits

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.