Stígandi - 01.10.1944, Page 58

Stígandi - 01.10.1944, Page 58
296 HIÐ GULLNA RYK ENDURMINNINGANNA STÍGANDI og 1 jóss. Rykið á gólfinu var orðið að skínandi, glitofinni ábreiðu, og veggir og loft tjölduð töfraslæðum, óviðjafnanlega dásamleg- urn. Og dordingulsvefirnir í hornunum voru orðnir að fíngerð- asta spuna úr lýsigulls-hýjalíni. — Nú voru stofurnar eigi framar auðar og tómar. Endurminn- ingin urn þig, frænka mín góð, fyllti þær ójarðneskri fegurð og óumræðilegum unaði. Og utan um liana sveipaðist gullinhjúpur hins jarðneska ryks í himneskri dýrð og dásemdar ljóma. Og augu mín opnuðust. Ég sá dýrð guðs og endurljóma alkær- leika hans í lítilmótlegustu mynd jarðlífsins. Guð var sjálfur í rykinu. Duft jarðarinnar var ímynd hans.--------- Og ég dró skóna af fótum mér og drúpti höfði. SVERRIR ÁSKELSSON: ÞÚ, SEM EFAST Þú situr hjá og hlustar hljóður á það heróp, sem til vopna lýðinn hvetur, og hjartað fyllisí djúpri draumaþrá. Er hinir brjótast fram um framans stig og falla eða sigra, eftir getu, þú lætur skuggans skikkju hylja þig. En sverfi neyð og sorg að heilli þjóð og sérhver maður haturselda kyndi, er bál þitt aðeins brunnin kvistaglóð. Þitt líf er hvorki böl hins beygða manns né bros þess, er sér nýjan tíma rísa. Þú finnur hvorki harm né gleði hans.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.