Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 59
STIGANDI
KRISTIN SIGFÚSDÓTTIR:
BALDVINA BALDVINSDOTTIR
Bandvin Jónsson, sem af mörgum var kallaður Kvæða-Baldvin,
var vel þekktur um allt Norðurland á síðari hluta nítjándu aldar.
Hann var oft á ferðalagi og varð mörgum kunnur vegna hag-
mælsku sinnar og gáfna. Ekki dvaldi hann lengi í sama stað. Þó
var hann vinnumaður í Eyjafirði nokkur ár. Einnig mun hann
hafa dvalið eitthvað í nærsveitunum. Ætt hans var sögð úr Skaga-
fjarðar- og Þingeyjarsýslum. Sagt var, að móðir hans hefði verið
gáfuð kona og prýðilega hagmælt. Henni var eignuð þessi vísa,
og var mælt, að hún hefði kveðið hana til Baldvins:
Vínið hrindir mennskri mynd,
magnar lyndi skitið,
gerir yndið allt að synd
og steinblindar vitið.
Einnig þessi vel kveðna vísa:
Blundi hrindir hugraun sver,
harmar lyndis grónir;
stundir yndis eru mér
orðnar skyndisjónir.
Baldvin varð ekki gamall maður. í bernsku lieyrði ég talað um
það, að hann hefði verið á ferð ekki langt frá æskustöðvum sín-
um og beðizt gistingar eina nótt hjá vandalausu fólki. Þar veiktist
hann og dó eftir fáa daga. Var orð á því gert, hve vel og kristilega
hann hefði búizt við dauða sínum.
Vísur Baldvins voru vinsælar hjá almenningi og kunnu þær
margir, þó að nú muni flestar týndar. Margar vísur hans voru
með þunglyndisblæ. Harmur yfir eyddu lífi og auðnuleysi var
efni þeirra. Féll það vel við hugsunarhátt þeirra tíma. Fannst
mörgum lífsþreyttum alþýðumanninum, sem þær væru kveðnar
út úr hans eigin huga. Þá voru ungu stúlkurnar ekki síður ánægð-
ar með ástavísur hans og kvenlýsingar, og þótti sem til sín talað
í mörgum þeirra. Eina vísu heyrði ég, að fyrir víst þrjár konur