Stígandi - 01.10.1944, Side 63

Stígandi - 01.10.1944, Side 63
STÍGANDI BALDVINA BALDVINSDÓTTIR 301 munninn urðu mjög áberandi á síðari árum. Hún varð snemma ellileg í útliti. Varð heldur ekki gömul, líklega ekki mikið yfir fertugt, þó að ég viti það ekki með vissu. Sjúkdómur hennar ágerðist með aldrinum. Flogin, sem áður komu aðeins í svefni, komu nú oft á daginn og eftirköstin vöruðu lengur. Heimilin fækkuðu, þar sem nokkrar líkur voru til þess, að lnin fengi sama- stað. Meðlagið var hækkað ár frá ári, en það kom fyrir ekki. Sumir höfðu reynt að þilja lianda henni eitthvert skot í bænum, þar sem hljóð hennar heyrðust ekki til baðstofunnar. Það gafst ekki vel. Bæði var þar alltof kalt á vetrum og svo undi hún sér illa nema nálægt fólki. Kom þá til tals að skylda bændur sveitarinnar til þess að taka liana nokkra daga í senn. Þar bjuggu þá gömul hjón ein sér í litlu og lélegu koti. Húsakynni voru köld og þröng, en gömlu hjónin munu ekki hafa gert liærri kröfur en margir aðrir á þeim dögum, að geta dregið fram lífið án þess að þiggja af sveit. Kú áttu þau eina. Hún var í fjóskofa, sem innangengt var í úr göngunum. Þessi hjón buðust til að taka Baldvinu. Var það fúslega þegið, því að ekki var um aðra staði að velja. Var hún nú flutt þangað á tilskildum tíma. Var þá búið að slá saman rúm handa henni að sofa í, á auðum bás við hliðina á kúnni. Voru stokkarnir svo liáir, að hún gat ekki kastazt franr úr því, hvað sem á gekk í krampaköstunum. Ekki heyrðist, að hún hefði neitt haft á móti þessari ráðstöfun fremur en endranær. Þarna var henni ekki kalt eins og oft áður, og hver veit, nema andardráttur og hreyfingar lifandi veru hafi gert henni rórra í skapi en algerð einvera. Lítil gangskör mun hafa verið gerð að því að grennslast um líðan Baldvinn eins og oft áður. Sumarið leið og fram á vetur. Þá tóku gömlu hjónin eftir því, að eitthvað myndi ganga að henni. Hún fylgdí lítið fötum og lá alveg í rúmi sínu suma daga og snerti varla matinn, sem henni var borinn. Einn vetrarmorg- un, þegar hjónin komu í fjósið, lá Baldvina örend í rúmbæli sínu. Þannig lauk hennar hryggilegu einstæðingsævi. Það var eins og mörgum yrði hverft við þessa fregn. Menn fóru að rifja upp ýmislegt, sem þeir hefðu gert til þess að gleðja þetta viðkvæma barn, sem alltaf Joyrsti í ástúð og fegurð. Öllum kom saman um, að umskipti hennar myndn liafa orðið mikil og góð. Og til voru þeir, sem óskuðu þess af heilum hug, að þeir ættu svo hreinan huga og hæfileik barnsins til þess að þakka og gleðjast eins og Baldvina Baldvinsdóttir.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.