Stígandi - 01.10.1944, Side 64

Stígandi - 01.10.1944, Side 64
STÍGANDI SIGURÐUR L. PÁLSSON: ALTARISTAFLAN Á MÖÐRUVÖLLUM í EYIAFIRÐI Fæstum mun kunnugt um, að á Möðruvöllum frammi í Eyja- iirði er dýrlegt listaverk frá miðöldum. Er Jrað altarisbrík útskorin úr alabastri og prýdd fögrum litum. Henni er skipt í sjö reiti. Er hver með einni mynd, en undir hverri ntynd eru heiti myndanna á latínu. Talið frá vinstri eru myndirnar jDessar: 1. Joh. bapt = Johannes Baptista = Jóhannes skírari. 2. Salutacio bt. Marie = Salutatio Beatae Mariae = Boðun hinar blessuðu Maríu. 3. Nativitas dmni nri = Nativitas Domini Nostri = Fæðing Drottins vors. 4. Resurrectio dnrni = Resurrectio Domini = Upprisa Drottins. 5. Assuptio Marie = Assumptio Mariae = Himnaför Maríu. 6. Coronacio Marie = Coronatio Mariae = Krýning Maríu. 7. Joh. Evang. = Johannes Evangelista = Jóh. guðsjallamaður. Að sögn heimamanna á Möðruvöllum, telur Matthías Þórðar- son, fornminjavörður, er manna bezt veit skil á slíkum hlutum, að brík jnessi muni vera frá 14. öld. Bríkin er ensk, af tegund Jreirri, sem kennd er við Nottingliam. Eru Jrær kallaðar „retables" á enskri tungu, en á latínu „reta- bula“. Hinar elztu Jreirra voru gerðar um 1350. Ein slík altaris- brík frá Nottingham er fyrir háaltarinu í kapellu Jörundar helga í Windsor, aðsetursstað Bretakonungs. Er hún frá 1367. Töflur Jiessar voru fluttar út frá Nottingham, miðstöð Jressa listiðnaðar, til Frakklands, Spánar, Ítalíu, Norður-Þýzkalands, Norðurlanda „og jafnvel íslands" eins og segir í einu heimildarriti mínu (Mediaeval England, Oxford 1924)). Er til svipuð tafla á Skarði á Skarðsströnd og sennilega víðar hér á landi, og Jsykja hvarvetna hinar mestu gersentar. Svo segir í Máldögum Ólafs biskups Rögnvaldssonar um Hóla- biskupsdæmi (í Diplomatarium Islandicum V. bls. 307—8): „Anno 1471. Kirkjan á Möðruvöllum er helguð með guði hinum

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.