Stígandi - 01.10.1944, Side 65

Stígandi - 01.10.1944, Side 65
STÍGANDI ALTARISTAFLAN Á MÖÐRUVÖLLUM 303 heilaga Martino. Hún á þriðjung í heimalandi (og) í skógum svo mikið, sem þarf til liúsa umbóta, Guðrúnarstaði og Björk (í Saurbæjarhreppi)“. Síðan eru taldir upp ýmsir gripir kirkjunnar. Seinna í máldaganum segir svo: „Reiknaðist um 16 ár, er hústrú Margrét hélt Möðruvöllu, síðan biskup visiteraði og tók reikn- ing eftir því, sem hans bréf þar um gjört vottar, 12 hundruð og 20, þar til biskup Ólaf tók reikning nefndrar kirkju. Lúkti hústrú Margrét fyrir þetta porcío kirkjunni á Möðru- völlum brik með alabastrum forgyllt, etc.“. Þar eð ekki er getið um altarisbrík í neinum fyrri máldögum, er sennilegt, að þetta sé sú brík, sem nú er á Möðruvöllum. Mar- grét var dóttir Vigfúsar ívarssonar Hólms hirðstjóra. Bað hennar fyrst Magnús, írskur fylgisveinn Jóns biskups Gerrekssonar, en \ar synjað um ráðahaginn. Safnaði liann saman ýmsu óaldarliði, drap Ivar, bróður Margrétar, og brenndi upp staðinn á Kirkju- bóli á Miðnesi, þar sem þau systkin bjuggu þá, en Margrét slapp undan með naumindum, komst á hestbak, reið sem skjótast norð- ur til Möðruvalla og hét þeim manni eiginorði, er hefði manndáð í sér að hefna fyrir hana á illræðismönnunum. Þorvarður Lopts- son hefndi þessa ódæðis og giftist Margréti. Risu upp úr þeim hefndum deilur milli Þorvarðs og Jóns biskups, sem lauk með því, að Þorvarður safnaði liði um Eyjafjörð og sótti, ásamt Teiti Gunnlaugssyni, biskup heim að Skálholti. Var hann dreginn frá altari í fullum skrúða, látinn í poka og drekkt í Brúará. Er gott þess að minnast, að íslendingar liöfðu djörfung til að hefna sín á útlendum ójafnaðarmönnum. Þorvarður dó 1446 og þótti verið hafa hinn ágætasti höfðingi sem faðir hans. Lét hann eftir sig hinn nresta auð. Höfðu þau Margrét helmingafélag með sér og skyldi hvort Jreirra, er lifði hitt, fá fjórðungsgjöf úr hins helm- ingi. Fjórðungsgjöf Margrétar eftir hann var 2 hundruð hundraða í jörðum, 1 hundrað lntndraða í fríðu og 50 hundruð í virðingafé. Var það þó aðeins l/g Jress fjár, er Þorvarður lét eftir sig. Geta má Jæss hér, að Guðmundur Pálsson, afabróðir minn, sem kallaður var bíldhöggv'ari (d. Billedhugger) og skreytti Þingeyrarkirkju með útskurði sínum, hefir gert við altarisbrík þessa. Hefir hann skorið út laufamyndir Jrær úr tré, sem eru fyrir ofan altaristöfluna, auk Jæss sem hann hefir gert við hana sjálfa. Var Guðmundur snillingur í höndunum, þegar bezt lét, og ætti skilið að hans yrði betur minnzt en gert hefir verið. Guðmundar er getið í Blöndu V. bls. 280—287.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.