Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 69

Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 69
STÍGANDI Á FLEKA NIÐUR WAINDINAÁNA 307 varir erum við komnir að næsta streng. Nú er ég betur undir það búinn. Kvikmyndavélin er í fullum gangi, og mér tekst að ná hinum ótrúlega snöggu og öruggu hreyfingum mannsins í framstafninum, er liann stýrir flekanum í gegnum hættulegasta strenginn, og þá verður mér fyrst ljóst, hvílíka snilli {)arf til þess, að allt takist vel. Næstu tvo klukkutímana förum við í gegnum hvern streng- inn á fætur öðrum, og í hvert skipti, sem hættan er liðin hjá, verður mér léttara um andardráttinn. Ég sendi Roko Tui Ali- vate hljóðar en hugheilar þakkir fyrir að hafa léð mér slíka af- burðamenn til fylgdar, að þeim virðast allir vegir færir. Ég get þó ekki stillt mig um að lnigleiða, hvort mér mundi takast að bjarga ntér á eigin spýtur, ef eitthvað bæri út af. Fylgdarmenn mínir liafa ekkert að óttast, þeir eru nær því jafn heimavanir í vatni sem á landi, og þeir þekkja hvern streng og hvern boða og vita, hvað við á á hverjum stað. Ég veit líka, að þeir myndu leggja líf sitt í sölurnar til þess að bjarga mér, svo að ég get verið nokk- urn veginn öruggur. Allt í einu man ég eftir ráðleggingu gestgjafa míns um að fara í land, á meðan fylgdarmenn mínir sigla flekanum niður síð- ustu og verstu strengina. Alltaf hafa þeir farið versnandi, svo að mér er farið að þykja nóg um. Ég kalia til Nambua í fram- stafninum og spyr hann, livort við séum ekki kornnir að þeim stað, þar sent ég eigi að fara í land. Langt síðan við fórum fram hjá þeim stað, herra, svaraði hann brosandi á bjagaðri ensku. Nú er bara um að gera að halda sér fast. Honum er auðsjáanlega dillað yfir því að hafa gert mér þenna grikk, en jafnframt vill hann sýna mér, að liann sé maður til þess að koma mér heilum á húfi á ákvörðunarstað, þó að brjóti á boðum. Áður en mér gefst tími til að skamma hann, er straum- urinn orðinn svo mikill. að ég verð að beita bæði höndum og fót- um til þess að lialda mér föstum. Framundan klofnar straumurinn á stórum kletti, sem stendur upp úr miðri ánni, en báðum megin builar og sýður eins og í skessukatli. Vatnsflaumurinn skellur á klettunum og spýtist hátt í loft upp. Einmitt í þeim svifum, sem Nambua ætlar að snúa flekanum, svo að liann lendi ekki á klettinum, rak hann stýris- 20*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.