Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 71

Stígandi - 01.10.1944, Qupperneq 71
STÍGANDI Á FLEKA NIÐUR WAINDINAÁNA 309 og Wainivaluáin raætast. Við ármótin er þorp, sem lieitir Nam- bukaluka, og þar hafði fylkisstjórinn í Navua ráðlagt mér að gista. En séra Calviac sagði mér, að staður þessi hefði ekki sem bezt orð á sér, og liann hefði alltaf forðazt að hafa þar viðdvöl. Það hefir lengi verið grunnt á því góða á milli íbúanna í Nam- bukaluka og Narnosi. Ég er að vísu ekki hræddur um, að slíkt komi að sök, en fylgdarmönnum mínum er ekkert um það gefið að setjast þarna að. Nokkru neðar með ánni er katólsk kristni- boðsstöð, og þar vilja þeir gista. Lítil bátabryggja er \ ið bakkann, og við höfum lagt fleka okkar þar að. Rétt þar hjá er h'till timburhjallur með bárujárnsþaki, en í honum rekur Indverji einn smáverzlun. Sökum þess að vindlingabirgðir mínar eru á þrotum, fer ég þangað til þess að kaupa fáeina pakka. Úti fyrir búðinni mæti ég þremur ungum innfæddum stúlkum, sem ég ávarpa, og kemst að raun urn, að ein þeirra talar allgóða ensku. Hún er óvenjulega fríð sýnum og frjálsmannleg í framkomu. Þegar hún heyrir, að ég kem alla leið frá Namosi og ætla að halda strax áfram, lætur liún mig vita, að það sé miður kurteislega að verið. Hún er gift höfðingja þorpsins, sem því miður er nú ekki lieima, en það væri persónu- leg móðgun við hann, ef ég gisti ekki eina nótt í húsi hans. Fyrst í stað renna á mig tvær grímur. Vissulega liggur mér ekkert á, svo að ég get eins gist þar eins og annars staðar. En ákefð stúlkunnar og augnaráð hennar, sem mér gezt ekki að, koma mér á þá skoðun, að aðvaranir séra Caliviacs liafi ekki verið alveg út í bláinn. Fullyrðingar mínar um, að ég sé nauðbeygður til þess að halda áfram, eru ekki teknar hátíðlega, en þegar engu verður unt þokað, lítur hún á mig með slíkri fyrirlitningu, að ég þakka mínum sæla fyrir, að hún hafði ekki eina af stríðskylf- um forfeðra sinna í höndunum. Svo snýr hún við mér baki, án þess að eyða frekar orðum við mig, og skundar burt. Það glaðnar yfir ferðafélögum mínum, þegar ég kem aftur og gef þeinr sinn pakkan hvorum, og þeir svæla ákaft, á meðan þeir stjaka frá landi. Sólin sezt fljótlega á bak við fjöllin í vestrinu. í kvöldkyrrðinni berast hljóð frá mönnum og dýrum út til okkar. Þenna dag hefir verið lítil umferð á ánni, en eftir fáa daga, þegar farið verður að flytja banana á markaðinn, verður þar meira líf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.