Stígandi - 01.10.1944, Side 73

Stígandi - 01.10.1944, Side 73
STÍGANDI Á FLEKA NIÐUR WAINDINAÁNA 311 eldstæðum flekabúanna við bakkann og heyrum raddir þeirra, en þetta hverfur og hljóðnar brátt, því að við berumst áfram á liinu breiða baki árinnar. Tveimur klukkustundum eftir sólarlag eigum við að vera komnir þangað, sem kristniboðsstöðin er, eftir útreikningi Nambua, s\o að \ ið leggjum að landi og bindunr flekann. Hér hlýtur að liafa rignt mikið undanfarna daga, því að jarðvegurinn er ein forareðja. Við skríðum á höndum og fót- um upp snarbrattan bakkann og fálmum okkur áfram við daufa glætu frá vasaljósi í þá átt, sem náttstaður okkar á að vera, en hann liggur nokkra kílómetra frá ánni. Við rennum í leðjunni, rösum um rætur og vöðum aur og leðju, og ég fer að sjá eftir því, að ég skyldi afþakka hið góða tilboð konu höfðingjans í Nam- bukaluka. Þreyttur og forugur þramma ég á eftir félögum mín- um, sem bera það af farangri mínum, sem ég gat ekki án verið, og aðeins skvamphljóðið, er þeir stíga til jarðar, veldur því, að ég tapa ekki af þeim í myrkrinu. Loksins eftir langa mæðu sjá- uni við ljós, sem gefur til kynna, að við séum á réttri leið. Tvær gamlar, frönskumælandi nunnur taka á móti okkur og \ irða okkur tortryggilega fyrir sér, því að þær virðast ekki vera \ anar því að fá heimsóknir, og það af hvítum manni, á þessum tíma sólarhringsins. En þegar ég ber þeim kveðju frá séra Calviac, breytist viðmót þeirra, og við erum þegar velkomnir. Þjónustu- stúlka þeirra, sem er innfædd, bregður þegar við til þess að gera okkur allt til þæginda. Það er dekstrað \ ið mig og hliið að mér á allar lundir. Mér er búið herbergi og þangað er mér fært heitt vatn, svo að ég get skolað af mér ólneinindi ferðarinnar. Þegar því er lokið, er kvöldmaturinn til reiðu. Áður en ég geng til hvílu, ræði ég við systir Beatrice, en hún er forstöðukona skólans, sem þarna er, um framhald ferðar minnar. Okkur kemur saman um að senda ferðafélaga mína dag- inn eftir til Namosi, því að þeirra er þar full þörf nú, er upp- skeran stendur yfir, en í staðinn býðst hún til að lána mér ágætan bát, sem stofnunin á, og fyrir áhöfn, tvær ungar og hraustar stúlkur, sem stunda nám hjá henni. Þær eru hvor fyrir sig karl- mannsígildi og vanar við ferðalög eftir ánni. Eftir þessa æskilegu lausn á málinu geng ég til náða og sef

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.