Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 74

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 74
312 A FLEKA NIÐUR WAINDINAANA STÍGANDI vært, þar til skólabumban vekur mig morguninn eftir. Stelp- urnar hamra á henni af öllurn kröftum, þar til þær Iiafa fengið örugga vissu fyrir því, að ég er vaknaður. Hálfri klukkustund síðar er ég ferðbúinn og legg af stað ásamt hinum nýju ferðafélögum mínum. Forstöðukonan og þrjár inn- fæddar lijúkrunarkonur fylgja okkur niður að ánni. Þær eru í gráum einkennisbúningi með hvíta, stífa kraga, en hárið svart og mikið lykur um andlitið, og er í einkennilegri andstæðu við búning þéirra. Við stjökum frá landi, og ég kemst brátt að raun um, að for- stöðukonan hefir ekki sagt ofsögum af kostum leiðsögukvenna minna. Með öruggum, rólegum handtökum stjaka þær flekanum áfram, því að hér er straumurinn of lítill, til þess að hann beri okkur fyrirhafnarlaust nægilega hratt. Með þessu móti miðar okkur vel áfram, o°- við höldum áiram klukkutíma eftir klukku- tíma undir brennandi sól. En engin þreytumerki sjást á stúlk- unura, þær stjaka alltaf jafn-knálega og bros þeirra er glatt og lieillandi. Sérstaklega er stúlkan í fxamstafninum brosmild, því að í hvert sinn er hún hefir tekið reglulega fallega á, lítur hún til mín og andlitið ljómar. I stórum bugðum liðast áin um frjósamt sléttlendi, þar sem sykurreyr er í miklum meiri hluta. Um fimmtíu kílómetra frá sjó rennur hún í Rewafljótið, en þangað vonast ég til að ná skömmu eftir hádegi. Um kvöldið býst ég við að komast til Nau- sori, en þar er miðstöð sykurframleiðslunnar á þessum slóðum. Þegar nunnurnar í klaustrinu vissu, að ég var Norðurlanda- búi, sögðu þær mér, að nokkuð niður með ánni byggi gamall Norðmaður. Væri hann eini hvíti maðurinn um þessar slóðir, og væri hann búinn að dvelja þar lengi. Ég ákvað þegar að heilsa upp á hann, svo að við leggjum þar að landi. Þar tekur áin á sig krappan krók. Er þar lítið þorp, sem liggur hétt, og er þaðan ágætt útsýni. Þeir af íbúunum, sem við hittum fyrst, skilja ekki orð í ensku, en þegar ég spyr, hvar papalagi sé, en það þýðir livítur maður, vita börnin strax, hvað við er átt. Þau hlaupa á undan mér að kofa, sem stendur í útjaðri þorpsins. Þegar ég kem þangað, kemur gamall maður haltrandi út í dyrnar og styðst við staf. Andlit hans er orðið gulleitt og hrukkótt og gisið yfir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.