Stígandi - 01.10.1944, Page 75

Stígandi - 01.10.1944, Page 75
STÍGANDI Á FLEKA NIÐUR WAINDINAÁNA 313 Ung fegurðardís á Fijieyjum. skegg hangir niður yfir munninn, sem er skorpinn og innfall- inn. Við heilsumst og fáum okkum síðan sæti á bekk við hús- vegginn, og bráðlega fæ ég hann til þess að, leysa frá skjóðunni. Hann er nú um sjötugt, ættaður úr Guðbrandsdalnum í Nor- egi. Hann fór ungur til Ástralíu, stundaði þar gullgröft, smíðar, búskap og fleira, en lánið vildi ekki Ieika við hann. Um alda- mótin kom hann til Fijieyja og gekk í þjónustu ástralsks manns, sem var að koma á fót nautgriparækt á bökkum Waindinaárinnar, og í mörg ár gætti hann nautgripa ltans. Bústaður lians hafði alltaf verið í þessu þorpi. Hann giftist innfæddri konu og eign- aðist með henni börn, sem nú voru búsett víðsvegar á eynni. Hann hafði komizt sæmilega af, þar til íyrir tveimur árum síðan, að hann var svo óheppinn að detta af hestbaki og mjaðmar- brotna. Eftir Jrað hafði hann ekki getað unnið neitt að gagni. Nú bjó liann þarna aleinn og föndraði eitt og annað í höndum sínum fyrir þorpsbúa, sem voru lionum góðir, vann fyrir mat sínum og hafði þak yfir höfuðið, og huggaði sig við það, að hon- um mundi ekki hafa liðið betur annars staðar.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.