Stígandi - 01.10.1944, Page 77

Stígandi - 01.10.1944, Page 77
STÍGANDI Á FLEKA NIÐUR WAINDINAÁNA 315 Stúlkurnar mínar haía notað tækifærið, fengið sér bað í ánni og hjálpað konurn þorpsins við fiskiveiðar. Nú stjaka þær bátn- um áfram með endurnýjuðu þreki, og það líður ekki á löngu, jjar til \ ið náum þangað, sem VVaindinaáin rennur í Rewafljótið. 1‘essi breiði vatnavegur, sem við siglum nú eftir, á upptök sín uppi í fjöllunum á austurhluta eyjarinnar, hann ltugðast um luindrað og fimmtíu kílómetra leið, áður en hann sameinast hafinu \ ið suðurströndina. Þetta er stærsta og fjölfarnasta samgönguæðin á Viti Levu, og smáskip geta komi/.t um 75 km. upp eftir ánni. Þessa leið fóru herflokkar fyrrum frá ströndinni og inn í landið^ en sífelldur ófriður var ætíð á milli íbúanna á láglendinu og fjallabúanna. Hvarvetna meðfram ánni eru staðir, sem minna á hin blóðugu \ iðskipti þeirra. En nú er hér hættulaust með öllu. Skip þau og bátar, sem um ána sigla, flytja ekki lengur blóðþyrstar mannætur innanborðs, heldur kopra, ávexti og sykurreyr, sem hfn frjósama mold eyj- anna og hlýtt loftslag í sameiningu framleiða. Sykurframleiðslan er stærsti liðurinn í framleiðslu eyjarbúa. \7ar það maður að nafni Joske, sem fyrstur byrjaði á því fyrir tveimur mannsöldrum síðan. Ekki græddi hann á því sjálfur, en þeir, sem síðar komu, gátu hagnýtt sér byrjunartilraunir lians og grætt drjúgan skilding. Það var siður Joskes, þegar hann var í áköfum samræðum, að pata með krepptunr þumalfingri út í loftið, og eftir honum er skírður klettadrangur nálægt Suva, sem er í lögun ekki ósvipaður kreþptum þumalfingri og heitir Þumal- fingurinn á Joske. Umferðin á ánni vex stöðugt, og stúlkurnar mínar fylgjast vel með öllu. Þær eru símasandi og hlæjandi eins og kátar skóla- stelpur, sem hafa fengið frí, og þær kalla kunnuglega til hægri og vinstri til þeirra, sem fram hjá fara. Nú fer að líða að sólsetri, svo að ég er farinn að skima óþolinnróður eftir Nausori, en ég sé ekki nema skanrmt franrundan vegna þess, að á hlykkjóttum bökkunr árinnar byrgja pálmar og blaðrík mangótré fyrir útsýnið. Við siglunr fyrir eitt nesið enn, og þá breikkar áin skyndilega, svo að hún verður líkari stöðuvatni. Þá lyftir stafnbúi nrinn stöng- inni, bendir fram undan sér, brosir sigri lrrósandi og kallar eitt-

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.