Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 79

Stígandi - 01.10.1944, Blaðsíða 79
STÍGANDI BOKAFRETTIR íslendingar hafa löngum þótt bók- elskir menn, jafnvel svo, að sumum hefir þótt úr hófi keyra. Gamla fólkið sagði 1/ka, að ckki yrði bókvitið í askana látið, en eigi virðist núlifandi kynslóð á þeirri skoðun, því að einhver bókleg fraðsla þykir nú sjálfsögð hverjum ung- lingi. og bókaútgáfa hefir aklrei orðið stórkostlegri hér á landi en á allra sfðustu árum. Því var almennt spáð í fyrra, að bókaútgáfan mundí komín i hámark. Kom þá út margt ágætra bóka, bæði hvað snerti frágang allan og innihald. Seldust feiknin öll af bók- tim, og ganga ýmsar sögur um val kaupanda, áttu sumir að hafa beðið um svo og svo marga metra af bókum í þessum eða hinum litnum, aðrir um bækur, er kostuðu svo og svo mikið, en um höfunda eða efni bóka hafi þessir snjallgáfuðu kaupendur ekki spurt. En annað tveggja eru íslenzkir bókaút- gefendur fremur tregir til að virða smekk þessara manna eða þeim hefir skilizt, að þorri kaupanda hefir aðra mælistiku á bækur en þá, sem mælir þykkt og verð. Það virðist a. m. k. svo, að bókaútgáfa hefði orðið enn slórfelldari í ár en í fyrra, hefði ekki prentaraverkfallið skollið á, og bóka- útgefendur sýnast leggja kapp á að vanda val og frágang bókanna enn meir en nokkru sinni fyrr. Ef til vill hefir verkfallið orðið til þess að sía eilthvað af ruslinu frá, en einnig til að tefja margt ágætra bóka, sem freist- að hefðu áreiðanlega margs bókakaup- andans, sem verður tíðfarið fram hjá sýningargluggum bókaverzlananna. Sex úlgáfufyrirtæki fást nú hér á landi við útgáfu fornrita: Hið íslenzka fornrita- félag, Bókaútgáfa Menningarsjóðs og I'jóðvinafélagsins, Bókaútgafan Forni, Flateyjarútgáfan, Helgafellsútgáfan og nýtt útgáfufélag. sem hefir Sturlungu í prentun. Hið íslenzka fornritafélag liefir sent fní sér eitt bindi í ár (prentað 1943, en kom ekki á bókamarkað fyrr en í ar) eru það Vestfirðingasögur, og hafa þeir Guðní Jónsson og Björn K. Þórólfsson séð um útgáfuna. Auk þess hefir forn- ritafélagið látið Ijósprcnta útgáfu sína af Laxdælu, sem var orðin uppseld. Mörgum hefir þótt félagið helzti sein- virkt við útgáfu sína á fornritunum, en þess ber að gæta, að hér er um vísinda- lega útgáfu að neða, sem engan veginn má kasta höndum til, en óneitanlega kysu allir, sem fornritunum unna, að bókaskápum þeirra bættust örar í hiUur bindi af þessari ágælu útgáfu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins sendi Njálu á markaðinn í allsæmilegum kla-ðum. Þó verður ekki vel skilið, hver ástæða hefir þótt til þessarar útgáfu, því að hin alþýðlega i'itgáfa á Njálu fæst enn (endurprentun liennar). Um vísindalcga i'itgáfu er ekki að ræða, en ætlazt mun til, að menn hyllist fremur til að lesa söguna í hin- um nýja búningi en verið hefir um skeið, og væri vel, ef svo yrði. Upp- drættir og myndir prýða bókina. Bókaútgáfan Forni hefir úlgáfu Forn- aldarsagna Norðurlanda á prjónunum, og annast þeir Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjalmsson um verkið. Eitt bindi kom um áramótin síðustu, smekklegt að fr.i- gangi, en band harla svikult, eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.