Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 17

Stígandi - 01.07.1945, Blaðsíða 17
STÍGANDI ÞORSTEINN M. JÓNSSON SEXTUGUR 191 kvaddur til að leysa vinnudeilur og hefir honum ávallt tekizt að koma á samningum og þannig afstýra verkföllum. Má af þessu nokkuð ráða um traust það, er bæði atvinnurekendur og verka- fólk bera til hans um óhlutdrægni og sjálfsvirðingu. Gott er Þorstein heim að sækja, því að hann kann vel gestum að fagna í sínum rúmgóðu og fagurbúnu húsakynnum. Og marg- ur á erindi á ltans fund, bæði í sambandi við aðalstörf hans og einnig til að leita ráða hans um einkamál. Glöggskyggni ltans og hugkvæmni til úrræða bregzt ekki. „Ég kem ætíð af fundi Þorsteins M. Jónssonar glaðari og hress- ari en ég þangað fór og með aukið sjálfstraust, starfsþrek og áhuga,“ sagði einn af vinum Þorsteins nýlega. „Því veldur meðal annars hans bjarta karlmannslund." Þegar hann hefir leitt gestinn inn í sitt mikla bókasafn og skrif- stofu sína, er auðséð, að Jrar kann hann vel við sig, Jrví að bæk- urnar eru, á vissan hátt skilið, hluti af honum sjálfum. Talið berst að ýmsu: drengskap og dáðum forfeðranna, speki- orðum þeirra, eða vizkunni í þjóðtrú og spásýnum. Svo kunnuglega fer hann um fræðaheima fornbókmenntanna og þjóðsagnanna sem smalar fyrri daga um heimahaga sína og nemur skarpsýnum augum menningarleg verðmæti þeirra fræða. En hvað sem um er rætt, kemur alltaf í ljós, að skóla- og upp- eldismálin — mpnningarmálin í víðtækasta skilningi — eru heit- ustu hugðar- og áhugamál Þorsteins. Hann trúir á sigur lífsmáttarins og ljóssins. Hann treystir ís- lenzku æskufólki til að varðveita sinn glæsilega menningararf frá liðnum kynslóðum í skjóli sannarlegs frelsis. Hann mótmælir því, að íslenzk æskumenni yfirleitt séu á glapstigum eða beri merki hnignandi stofns. Sagt var hér að framan, að Þorsteinn kynni vel að fagna gestum. Ekki skyldi þó honum einurn þökkuð rausn og hlýja í heimili hans, Jrví að hendur konu Iians, frú Sigurjónu Jakobsdóttur liafa föngin framreitt og eldinn á arin borið. Frú Sigurjóna er ættuð úr Þingeyjarsýslu, fríðleikskona mikil og vel gefin. Hún er kunn orðin fyrir leikstarf sitt, sem hún hefir stundað um margra ára skeið. Söngvin er hún ágætlega og hefir tekið mikinn Jiátt í sönglífi bæjarins. Listhneigð Itennar og lista- skyn birtist í mörgu. Gestur, er um tíma dvaldi á heimili Jreirra hjóna, dáðist mjög að bókmenntasmekk frú Sigurjónu og öruggu minni, og ljóðakunnátta hennar sagði hann að vera mundi fágæt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.