Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 21

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 21
um. Þó nefnir hún Alrek, bróður Hróðgeirs hins hvíta austur í Sandvík (Bakkafirði), föður Ljótólfs goða í Svarfaðardal. I Svarfdæla sögu segir svo frá, að Þorsteinn svarfaður liafi beðið Helga hinn rnagra að vísa sér á bústað, og að Helgi hafi ekkert annað land þar í liéraði talið ónumið en þenna dal, en bætt við, að þar hafi setzt að Ljótólfur goði og muni vilja helga sér dalinn og verja hann fyrir búsetu stórmanna. Þorsteinn fór samt, en náði aðeins á vald sitt vestri helmingi dalsins, og varð þarna þó að þola byggð Gríss, frænda Ljótólfs, og það skamrnt frá bústað sínum. Sagan gefur auk þess að skilja, að fleiri menn en Ljót- ólfur og þeir, sem honum lutu, hafi búið í dalnum, áður en Þor- steinn kom. Samt segir hún, að Þorsteinn hafi eignað sér dalinn allan: „Nefnir Þorsteinn sér votta og fellir hann með því dalinn sér til vistar." Hvað sem sannsögulegt er í þessari frásögn, þá er þó víst, að í þann kapítula Landnámabókar, sem segir frá Þor- steini svarfaði, hefir verið tekið upp töluvert efni úr Svarfdæla sögu, og sagan mun hafa gefið einnig tilefni til þess, að þar segir, að Þorsteinn hafi numið dalinn að ráði Helga, og telur Ljótólf ekki landnámsmann í dalnum, því að sagan er honum óvinveitt og telur byggð hans þarna ólöglega. * Þó að Svarfdæla saga sé fremur léleg söguheimild, sé ég þó litla ástæðu til þess að efast um, að hún fari hér í aðaldráttunum nteð rétt mál. Við fáum í henni góða skýringu á þeirri umsögn Landnámabókar, að Helgi hinn magri hafi verið með í ráðum um landnámið í Svarfaðardal, þó að hún telji ströndina og dalina þaðan inneftir nnmin án hans leyfis, allt til þess, sem kemur að landi Ásgríms og Ásmundar í Kræklingahlíð. Hún nefnir sex menn, sem land hafa numið á þessu svæði, auk Hámundar heljar- skinns, sem ég verð að minnast á seinna. Ef Svarfdæla saga segir rétt frá, þá má skilja atburðina þannig.að Helgi hafi almennt látið sitja við það, þó að menn kæmu og eign- uðu sér án leyfis síns land í norðanverðu landnámi sínu, en að honum hafi illa Iitizt á það að láta Ljótólf reisa goðorð þar ytra, og hann hafi notað tækifærið og vísað Þorsteini svarfaði þar til lands í von um, að hann mundi gera út af við Ljótólf. En ef sagan fer með rangt mál, þá er ekkert mark á því heldur, að Landnámabók kallar Þorstein liafa numið dalinn með leyfi Helga. Meðal þeirra manna, sem eignuðust land milli Svarfaðardals og Kræklingahlíðar, er Hámundur heljarskinn. Hann kom út með Helga, var með honum fyrsta veturinn á Árskógsströnd, bjó 9* STÍGANDI 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.