Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 30

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 30
Svo sem lielmingur þeirra manna, sem við vitum að hafa selt land á fyrstu mannsöldrum byggðarinnar, hefir ekki selt aðeins óbyggða hluta lands síns, lieldur annað livort allt landnámið ellegar þá þann hluta, sem þeir bjuggu sjálfir í, og flutt á annan stað. Þannig er með Hróðgeir hinn spaka í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd og Oddgeir á Leirá, sem síðar námu Hraungerðis- hrepp í Flóa, Örnólf í Örnólfsdal — hann flutti þá upp í Kjarra- dal —, Kolla Hróaldsson í Kollafirði í Þverfjörðunum, Örn í Arnarfirði, Hrafn Eyvindarson í Mjóvafirði eystra, Þjóðrek í Berufirði, Þórð skeggja og Þorstein legg austur í Lóni — annar flutti þaðan suður í Mosfellssveit, hinn heim í Suðureyjar —, Hrollaug son Rögnvalds Mærajarls í Hornafirði og auk þeirra að líkindum Eystein hinn digra í Geirlandi á Síðu og ef til vill Molda-Gnúp í Álftaveri. A liinn bóginn virðist enginn landnámsmaður hafa selt land, sem lá langt frá bústað hans, að undanteknum Hrollaugi Rögn- valdssyni — um hann mun ég tala síðar —. Ekki mun Ingólfur hafa talið það sölu, sem Steinunn frændkona hans vildi kalla kaup, þegar hún gaf heklu fyrir allt Rosmhvalanes. Þar sem heimildin lætur í ljós, bæði hvar sá bjó, sem seldi landið, og livar svæðið tók við, sem hann seldi, er hvergi lengra þar á milli en um 8 kílómetrar, og selda.landið getur svo sem alls staðar hafa legið að búlandi seljandans og víða jafnvel í upp- hafi verið talið hluti þess, þar sem búin munu á landnámsöld víðast hafa verið miklu stærri en seinna. Þar sem svo var ástatt með sölu á landi, er engin furða, þó að stærstu landnámin hafi átt lítinn þátt í þessum sölum. Hvorki Ingólfur Arnarson né Helgi hinn magri er sagður hafa selt af landnámi sínu, og ekki Ketill hængur heldur. En Hrafn sonur ltans, sem bjó eftir hann á Hofi (Stóra Hofi) á Rangárvöllum, seldi stóra spildu af landnámi föður síns, alla tunguna, sem Odda staður liggur í. Hún hlýtur að hafa náð allt að búlandi Hrafns eða þá nærri því. Nokkuð svipað er í landnámi Skallagiíms. Hann seldi Rauða- Birni landið rnilli Gufuár og Gljúfurár. Beggja megin við þessa tungu, fyrir utan Gufuá og fyrir innan Gljúfurá, hafa búið skip- verjar og leysingjar Skallagríms, við Gljúfurá eftir sögn Egils sögu jafnvel menn, sem hann hafði sett þangað til laxveiða, svo að landið, sem hann seldi Rauða-Birni, var innilukt af búlandi hans sjálfs. 28 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.