Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 35

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 35
framar öllu skylda menntamannanna að reyna að leysa þetta uppeldisstarf af Iiendi. En þetta er sorglega vanrækt skylda, ekki sízt hér á landi. Eitt höfuðatriði þeirrar áróðursmyndar, sem hér liefir verið gerð að umtalsefni, er það, að hin svokölluðu vesturveldi og einkum Bandaríki Norður-Ameríku séu fulltrúar og verndarar lýðræðisins. Eg mun hér leitast við að gera þessari skoðun nokkur skil. Bandaríki Norður-Ameríku urðu til í byltingu, amerísku byltingunni, sem um margt var hliðstæð frönsku stjórnarbylting- unni, borin uppi af sömu hugsjónum, mótuð af sömu kenning- um. í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj^nna segir, að það séu auð- sæ sannindi, að allir menn séu fæddir jafnir, og skapari þeirra hafi veitt þeim réttindi, er ekki verði frá þeim tekin, að meðal þeirra réttinda séu líf, frelsi og leit að hamingju. Til þess að vernda þessi réttindi, hefir ríkisstjórnum verið komið á fót, og þær stjórnir fá réttmæt völd sín aðeins með samþykki þeirra, sem stjórnað er. Þessi einföldu orð sjálfstæðisyfirlýsingarinnar mega teljast guðspjall lýðræðisins enn þann dag í dag. Óvíða hafa þjóð- félagsleg skilyrði lýðræðisins verið betri en í Bandaríkjunum fyrstu öldina eftir byltinguna. Yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar var sjálfstæðir smábændur, hið víðáttuinikla ónumda land veitti milljónum kúgaðra og lnjáðra Evrópumanna möguleika til lífs, frelsis og leitar að Iiamingju, allt fram undir aldamótin seinustu. Frá upphafi átti þó lýðræðið í Bandaríkjununr í höggi við þjóð- félagsskilyrði, sem voru því andstæð. Stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1789 er mótuð af áhrifum þeirra manna og stétta, er óttuðust hið róttæka lýðræði, er sjálfstæðisyfirlýsingin og mannréttinda- skráin fólu í sér, óttuðust, að völd fólksins yrðu notuð til að af- nema sérréttindi og jafna lífskjör. Svo vel tókst þeim að ná til- gangi sínuin við samningu stjórnarskrárinnar, að 150 árum síðar voru ákvæði þessarar stjórnarskrár einn helzti þrándur í götu í hinu róttæka umbótastarfi Roosevelts forseta, er átti yfirgnæf- andi fylgi þjóðarinnar að fagna. Þau átök, er þannig áttu sér stað í upphafi sögu Bandaríkjanna, hafa síðan endurtekizt í mismun- andi myndum allt fram á þennan dag. Þeir tveir menn, er þá voru frarnar öðrum fulltrúar og foringjar andstæðra sjónarmiða, hafa æ síðan verið íntynd tveggja höfuðstefna í bandarískum stjórn- málum: annars vegar fulltrúi ltins róttæka, alþýðlega lýðræðis, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, bændaforinginn Thomas Jefferson, hins vegar fulltrúi auðs og sérréttinda, fjármálamaður- 3 STÍGANDI 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.