Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 37

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 37
afskipti liafa ekki verið gerð í því skyni að skapa eða tryggja lýð- ræðið í þessum löndum og hafa heldur ekki haft þær afleiðingar. Árin eftir síðustu heimsstyrjöld hafa afskipti Bandaríkjanna af þjóðum Evrópu og Asíu orðið geysivíðtæk, eins og kunnugt er. Hér er það aðeins eitt atriði í sambandi við þessi afskipti, sem hefir þýðingu. Hafa þau verið gerð í því skyni og hafa þau haft þær afleiðingar að koma á fót lýðræði eða tryggja lýðræðið í þessum löndum? Hér er um að ræða aðalatriði þess áróðurs, sem ég áður hefi minnzt á. Það eru til dæmi, sem eru deginum ljósari. í Kína hafa Bandaríkin stutt einræðisstjórn forns og spillts léns- aðals. Þau hafa eytt stjórkostlegum fjárfúlgum til að sporna gegn þjóðfélagsþróun, sem að ýmsu leyti er hliðstæð þeirri þróun, er skóp Bandaríkin sem ríki og þjóð. Nákvæmlega sama sagan hefir gerzt í Grikklandi, og aldrei hefir Franco hinn spánski verið ör- uggari í sessi en síðan bandarísk áhrif urðu allsmegandi í Vestur- Evrópu. í Vestur-Evrópu allri hefir stuðningur Bandaríkjanna við hin íhaldssamari öfl þjóðfélagsins, við auðhyggju og sérrétt- indastefnu, verið beinn og ótvíræður; einkum hefir þetta komið greinilega í Ijós í Ítalíu og Vestur-Þýzkalandi. Það hefir ekki verið spurt um hættur, sem að lýðræðinu steðjuðu, ef þær hættur komu ekki frá vinstri. Það hefir verið andi Alexanders Hamiltons, en ekki hugsjónir Thomasar Jeffersons, sem sett hafa mark sitt á afskipti Bandaríkjanna af erlendum þjóðum þessi síðustu ár. Lýðræði amerísku byltingarinnar er ekki lifandi veruleiki í Bandaríkjunum í dag í þeirri merkingu, að það sé stjórnarfar þroskað og fast í sessi. Mörg grundvallaratriði þess eru þó enn í heiðri höfð, enda þótt þjóðfélagsleg skilyrði geri þau oft á tíðum lítils virði, og enn lifir það sem voldug hugsjón, sem safnað getur milljónum bænda og verkamanna undir merki sitt. Þetta hvort- tveggja er mikils virði. Hið mikla vandamál Bandaríkjanna er enn sem fyrr, hvort auðhyggja og sérréttindastefna fái kyrkt lýð- ræðið eða ekki, hvor má sín betur, Thomas Jefferson eða Alex- ander Hamilton. Um það skal ekki spáð. Aðeins þetta skal sagt: Það er eitt ráð, sem er alveg óbrigðult til að eyðileggja lýðræðið í Bandaríkjunum, kannske fyrir fullt og allt, að minnsta kosti um langa framtíð. Þetta ráð er ný heimsstyrjöld. Ný heimsstyrjöld mundi óhjákvæmilega leiða til valdaeinokunar í höndum herfor- ingja og auðhringa í enn ríkara mæli en orðið er. í stað þess að bjarga lýðræðinu mundi hún höggva að rótum þess í heimalandi mestu lýðræðisbyltingar veraldarsögunnar. Að styrjöld, er hefði 3* STÍGANDI 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.