Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 52

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 52
áfram að hlaða borð sitt slíkum krásum, má verða það til hugg- unar, að á síðustu áratugum virðast hafa opnazt ýmsar nýjar leiðir í matvælaframleiðslunni. Mannsandanum hefir orðið mikið ágengt í baráttunni við skortinn á ýmsum sviðum. Þar sem vantað hefir gúm, hefir verið búið til gervigúm, þar sem engin jarðolía hefir verið, hefir verið framleitt gervibenzín, í stað náttúru- silkis nota menn gervisilki, nylon og perlon, í staðinn fyrir tré og málma, alls konar plastefni, sem að ýmsu leyti taka náttúruefn- unum fram. Þegar mannkynið vantar mat, ltvers vegna þá ekki að búa til gervimat? Menn og dýr nærast á kolvetni, fitu og eggjahvítuefnum. Kol- vetnin fást aðallega úr jurtaríkinu, fitu- og eggjahvítuefnin ýmist úr jurta- eða dýraríkinu. Skyldi nú vera hægt að framleiða þessi nauðsynlegu efni í verksmiðjum? Efnafræðingum liefir ekki tekizt að leika það eftir jurtunum að hagnýta orku og liita sólarljóssins til þess að búa til kolvetni úr vatni og kolefni með aðstoð dálítils af steinefnum. Á þessari starfsemi grundvallast allt líf, og leyndardóma hennar þekkja jurtirnar einar enn sem komið er. Gervikolvetni hefir því ekki tekizt að framleiða, og allur gervimatur verður því að vera úr náttúrukolvetni. Efnafræðingunum hefir heldur ekki heppnazt að framleiða gervieggjahvítu, svo að í öllum gervimat hlyti einnig að vera eggjahvíta úr náttúrunni. En það hefir tekizt að fram- leiða gervifitu. Þýzkir efnafræðingar höfðu forystu um þá framleiðslu. Þjóð- verjar hafa haft nóg af korni og kartöflum, þ. e. a. s. kolvetni, en þá hefir jafnan skort feitmeti. Kjarni matvælavandamáls þeirra þegar í liinni fyrri heimsstyrjöld og þó enn frekar í hinni síðari var feitmetisskortur. En efnaverksmiðjum í Þýzkalandi tókst að framleiða fitusýrur með bruna á paraffíni. Við stríðslokin voru framleiddar í Þýzkalandi fjórar smálestir á dag af smjörlíki úr gervifeiti, og mjög verulegur hluti þýzkrar sápu var einnig fram- leiddur úr slíkri feiti. í Bandaríkjunum er nú einnig framleitt smjörlíki úr gervi- feiti. Talið er, að hægt sé að gera næringargildi smjörlíkis svipað næringargildi smjörs með því að bæta í það vítamínum. Banda- rískir smjörlíkisframleiðendur telja sig líka geta gætt smjörlíkið hinu rétta smjörbragði. En samtök smjörframleiðendanna eru sterk og hefir tekizt að leggja ýmsa steina í götu smjörlíkisfram- 50 stígandj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.