Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 66

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 66
llið lyrsla, scm á er litið, nafn sögunnar, fælir í stað þess að freista. Það liefir ó- liragð auglýsingaskrumsins, en ekkert sem lokkar. Það er tilfundið og svo langt sótt, að lesa þarf söguna með mestu ná- kvæmni til að finna því nokkurn stað. Það er sótt í draum aðalsöguhetjunnar, Agnars, en sá draumur er líka tilfund- inn til þess að réttlæta tilfundið nafn sögunnar, hefir engin áhrif á rás við- hurðanna, kemur engum og engu við, á að vísu að lýsa því, hvernig hrikalegt og grimmúðugt umhverfi seytlar inn í vit- und fólksins jafnt í svefni sem vöku, en því er raunar miklu beinna lýst annars staðar. Það, hve nafnið er fælandi, skilst ef til vill hezt með því að taka vel valin nöfn til samanburðar. í fyrra kom út saga eftir Jón Björnsson, sem hét Jón Gerreksson. Þar var umbúðalaust talað til hins taugaæsandi hryllings, sent fylgir einhverju draugslegasta nafni í sögu þjóðarinnar. Áður hafði þessi bók komið út á dönsku. Þar hét hún Kongens ven. Þar er djarfmannlega talað til konung- hollustunnar, sem var svo almenn í Dan- mörku i ófriðarlokin. En hvorugt nafnið er tilfundið, hvort þeirra virðist eins og sjáifsagt á sínum stað, og eftir auglýs- ingabragðinu er ekki tekið, nema farið sé að hugsa um það sérstaklega. En séu nöfn tilfundin, þurfa þau að hafa eitt- hvað það við sig, að menn fari að spyrja, eins og t. d. íslandsklukkan, Hið ljósa man, Hjá vondu fólki. Hér er hins vegar lögð fram þvílík spurning, að enginn lætur sig svárið varða. En hvað um stílinn, þegar lesturinn er hafinn? Vissulega lýsir hann bæði leikni og kunnáttu meiri en í meðallagi. Hann er víða blæmjúkur, stunduin jafnvcl seiðandi. En upp í minn huga kom hvað eftir annað við lesturinn, fyrst alveg að óvörum, vísuorð eftir Einar Benedikts- son: En ósamt sem ölið og þrúgan er undirspilið við Kormáks róm. Sá Ijóðræni og dulræði stíll, sem höf- undur sögunnar seilist eftir, er ekki síður „ósamur" þrá hans að skilja sem gleggst og skýra senr Ijósast vald hins sérstæða umhverfis og einkenni fólksins, en ásta- tregi Kormáks rígnegldu forrni drótt- kvæðs háttar og rammauknum kenning- tnn. Menn eru þakklátir Halldóri Kiljan Laxness, þegar hann dregur ljóðræna og dulræða blæju yfir sinn hlakkandi bölmóð, og njóta þá með höfundinum bæði líknarinnar og þrautarinnar, blæj- unnar og bölmóðsins, en Þorleifi Bjarna- syni fer þetta h'kast sem glýju dragi yfir sjáandi auga. Svo mun mörgum þykja þjóðlífslýs- ingin bera söguna ofurliði. Þjóðlífslýs- ingin er að vísu þakkarverð, og mun frekar en hitt aukast að gildi við geymd- ina, cr fram líða stundir. En lesendurnir eru því vanir um skáldsögur, að sagan sé þó aðalefnið en þjóðlífslýsingin aðein. til smekkbætis, en hér virðist þetta öfugt, einkum við fyrstu athugun. Sumum finnst líka ef til vill svo, sem höfundur- inn liafi gert þjóðlífslýsingunni nagileg skil áður og að ýmsu leyti á betri og beinni hátt með sinni Hornstrendinga- bók, og kæra sig þess vegna ekkert um hana útþynnta með skáldskap. Aðrir láta sig þjóðlífslýsingar engu varða, hvernig svo sem þær eru gerðar, og þeim mundi finnast hér stolið frá sér sögunni. Söguefnið er heldtir ekki hugðar- eða áhugaefni almennings. Það er þroska- saga geðríks og gáfaðs unglings, Agnars Alexíusar Þórðarsonar, við sérstæð, mjög óvenjuleg, skilyrði, mótun hans af um- hverfinu, sérstæðri náttúru og fólki, sem sem er af henni mótað, frá því að hann kemur úr hungrinu og kyrkingnum í Hólmasveit, þar til hann hefir tekið „höfðingdóminn á Hóli“ og „fórnað helft gleði sinnar" fyrir. Þcssi þroska- saga virðist jafnvel fara frant hjá flest- ttm þeim, sem þó lesa söguna, þeir kvarta undan því, að Agnar sé óskýrasta persóna sögunnar, þeir eigi erfitt með að skilja hana og fá samúð með henni. STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.