Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 67

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 67
I.escndur eru því líka óvanir, að lýst fyrir þeim persónum í þróun á þennan hátt, þeir ætlast til að öll einkennin sétt óbreytt, hvað sem á dynur. Olafur Kára- son Ljósvíkingur er að öllum eigindum óbreyttur frá því að hann kcmur fyrst við sögu í Ljósi heimsins, þar til við hann er skilið í Fegurð himinsins. En Agnar Alexíus er, þegar hann kemur fyrst til sögunnar, eins og gult kulda- strá, sem kemur undan hjarnskafli á köldum vordegi, en hefir í sögulok feng- ið í sig nægilega hörku og þyrrking ti! að mæta hauststormunum, og er þó enn á ungtim aldri. Það er vissulega íþrótt að gera samkvæma persónulýsingu með þessum hætti, og það hefir þó tekizt furðuvel En það þarf mikla alúð við lesturinn og mikla góðvild við höfund- inn til þess að finna þennan rauða þráð sögunnar. Flestum verður á að leggja söguna frá sér með þeirri hugsun, að ekki sé gaman að guðspjöllunum, því að enginn sé í þeim bardaginn. Eg hcfi séð því varpað fram í ritdómi um þessa sögu, að höfundur hennar muni vera meiri rithöfundur en skáld (J. Fr. t blaðinu Degi á Akureyri). Mér finnst þetta öfugmæli. Mér finnst sagan rituð af skáldi, en mjög mistækum rit- höfundi. Höfundttrinn sér og skilur prýðilega, hann hefir bæði næmleika fyrir hinu smærra og yfirsýn yfir hið stærra, náttúran er honum auðug af lit- um, hljómum og angan, menn og dýr af einkennum og fjölbreytni hins lifandi lífs. En lionum tekst illa að leiða les- andann undir handarkrika sinn og gefa honum sýn yfir það, sem hann sér sjálf- ur. Hann byrjar með því að vekja tor- tryggni lesandans með nafni sögu sinn- ar, hljónntrinn í máli hans er svo lærður af öðrum, að lesandinn er aldrei alveg viss um, að hann heyri lians eigin rödd, honum er svo mikið í mun að segja frá því sérstæða, að lesandanum gleymist skyldleiki þess og samband við það, sem hann þekkir sjálfur og fær því eigi áhuga á því. Þessi cru álög liöfundarins. Úr þeim leysist hann ekki, nema honum verði svo heitt í baráttu líðandi tíma, að hann sjái hið merkilega í hinu venju- lega og hið almenna í hinu óvenju- lega og fari ósjálfrátt að tala frá hjart- anu um þau cfni, er aðrir láta sig miklu varða. En þá er það von mín, að menn hljóti að skiíja, að hann er skáld gott. Lesið í lófa fortíðarinnar. Kristján Eldjárn: Gengið d reka. 12 fórnleifaþættir. Norðri. Ef ég væri spurður, hvaða bók ég hefði lesið skemmtilegasta, er út hefði komið á þessurn vetri, mundi ég hiklaust svara: Gengið á reka, eftir Kristján Eldjárn. Sú bók er ekki aðeins skemmtileg, held ur og fróðleg um sögu þjóðarinnar, og sá fróðleikur er þannig fram reiddur, að allir þeir, sem eru nokkurn veginn læsir og sæmilega viti bornir, ættu að geta notið. Þetta eru tólf ritgerðir. Er hver þeirra sérstæð heild, en allar eru þær ritaðt'.r með svipuð sjónarmið fyrir augum. Höf- undurinn segir í formála, að þær séu „óvísindalegar", og er það að því leyti rétt, að hann rekur ekki nákvæmlega smásmugulegar athuganir og er djarfur í tilgátum, og lætur lesandanum stund- um eftir að draga mörkin milli þess, sem sennilegt má telja og er áreiðanlegt. Þenna kost segist hann taka af því að hann vill „gera tilraun til að skrifa svo um fornfræðileg efni, að læsilegt væri hverjum íslendingi, sem áhuga hefði á íslenzkum fræðum". Fyrsta ritgerðin, Rómverjar á Islandi, skýrir frá fundi þriggja rómverskra pen- inga, sínum frá tíð.hvers keisara, er ríktu 270—275, 276—282 og 284—335 og nokkr- um smágripum öðrum, er fundizt hafa á Bragðavöllum við Hamarsfjörð. Leidd eru rök að því, að þarna hafi komið rómverskt skip, sennilega frá Bretlandi, líklega um 290 e. Kristsburð, og frá því STÍGANDI 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.