Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 69

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 69
Árin og eilífðin. Haraldur Níelsson: Arin ug ci- lifÖin. Helgafell. Út kom á sl. ári á vegum Helgafells önnur útgáfa á stólræðum sr. Haralds Níelssonar, Árin og eilífðin. Þetta er ná- kvæm endurprentun fyrstu útgáfunnar, og mun eigi þurfa að kynna bókina fyrir lesendum Stíganda. Hér er þessarar ann- arrar útgáfu bókarinnar til þess eins gctið, að þeir viti, að þeir geta nú aftur fengið bók þessa í bókaverzlunum, en þar hefir hún verið ófáanleg um nokk- urra ára skeið. Úr þjóðlífinu. Gungur ug réttir I. Bragi Sigur- jónsson lajó til prentunar. Norðri. l'etta er aðeins hluti ritsafns, og þó 25 arkir stórar. Til er ætlazt, að til við- bótar komi a. m. k. annað bindi ekki minna, og líklega tvö. í þessu bindi er fjallað um göngur og réttir sunnanlands, frá sýslumörkum Austur-Skaftafellssýslu að austan til vestur og norður sýslu- marka Mýrasýslu. Vantar þó ýmislegt í, svo sem um leitir og réttir Mýrdæla og Austur-Skaftfellinga, Hrunamanna — en þeir eiga mikil og ævintýraleg afréttar- lönd — Grímsnesinga og Laugdæla, allar leitir vestan Olvesár og sunnan Hval- fjarðar og einnig úr hingvallasveit og um leitir og réttir Mýrasýslu vestan Norðurárdals. Bragi Sigurjónsson er rit- stjóri þessa ritverks alls, jafnt þess, sem þegar er komið, og þess, sem ókomið er, og hefir hann safnað skýrslum og rit- gerðum um þessi efni um allt land, rað- að þeim og valið til birtingar, lagt til hæfis og fellt efniviðinn saman. En rit- gerðir þær, er honum hafa borizt, hefir hann tekið upp í ritið lítið eða ekki breyttar frá hendi höfunda þeirra, nema hvað eitthvað smávegis hefir verið fellt úr við samskeyti, svo að betur falli í þá umgerð, sem hann hefir um þær gert. Orðfæri höfunda hefir hann látið hald- ast óbreytt, cnda var það sjálfsagt, þar sem með því eru varðveitt þau tilbrigði ýmis, sem eru í leitarmannamáli víðs vegar um landið. Alls koma fram í þessu fyrsta bindi um 30 höfundar, sumir áður þjóðkunnir, aðrir lítt kunnir, en allir kunna þeir vel eða sæmilega að halda á penna. Mest er framlag þessara manna: Guðmundar J. Hoffells, Hoffelli í Nesj- um, Viðfúsar Sæmundssonar, Borgarfelli í Skaftártungu, Sæmundar Einarssonar, Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, Sigur- þórs Olafssonar, Kollabæ í Fljótshlíð, Olafs Jóhannssonar, Koti á Rangárvöll- um, Guðmundar Árnasonar, Múla á Landi, Guðjóns Jónssonar, Ási í Holtum, Jóhanns Kolbeinssonar, Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi, Eiríks Jónssonar í Vorsabæ á Skeiðum, Einars J. Helgason- ar, Holtakotum í Biskupstungum og Kristleifs Þorsteinssonar á Stóra-Kroppi. Hefir hver þessara manna ritað afréttar- lýsingu sveitar sinnar eða jafnvel héraðs (Kristleifur) og rakið tilhögun gangna og réttarhalds, en aðrir hafa orðið til að rita einstakar frásagnir og ævintýri úr lcitum. Nú er eftir hlutur Vestlendinga, Norð- linga og Austlendinga, og eru þeirra af- réttir eigi síður ævintýralegir, fjöll og heiðar um Snæfellsnes, Dali og Vest- fjörðu, Arnarvatnsheiði, sem til norðurs er gengin, Auðkúluheiði, Grímstungu- heiði, Eyvindarstaðaheiði, Hofsafrétt, Nýjabæjarafrétt, afdalirnir milli Skaga- fjarðar og Eyjafjarðar, Fjörður norður og Flateyjardalsheiði, dalirnir inn úr Fnjóskadal, Framdalir og Mývatnsöræfi, Reykjaheiði og Ásheiði, Öxarfjarðar- heiði, dalirnir og heiðarnar upp frá Þistilfirði og Langanesströndum, Haugs- öræfi og Möðrudalsheiði, Smjörvatns- heiði, Jökuldalsheiði, Vesturöræfi og Fljótsdalsheiði, svo að aðeins nokkuð sé nefnt af því, scm til er. Eiga og Vest- lendingar, Norðlingar og Austlendingar þess enn kost að taka Sunnlendingana 5* STÍGANDI 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.