Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 72

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 72
|>að eftir að' leggja ykkur miklu betri bækur í hendur, og það getur verið gott til kynningar góðurn mönnum að þekkja Iíka takmarkanir þeirra og jafnvel ó- kosti. En höfundinum vildi ég segja það — ef hann les mál mitt — að eftir áróðri lians óska ég ekki (þó að ég skuli þola honum hann), en mér væri það sönn ánægja, að hann færði sínar „tefrokrono- logisku studier" í íslenzk klæði, endur- skoðaðar og umbættar vegna athugana sjálfs hans hér á landi eftir heimkom- una, og að þær „studier" lians yrðu sá Draupnir, að af drypu baugar jafn höfgir nfundu hverja nótt. Agrip a£ ævisögu. Steindór Sigurðsson: Menn og kynni. Bókaútgáfa l’álina H. Jóns- sonar. Hið' fyrsta, er ég heyrði um höfund þessarar bókar var dómsorð Benedikts heitins á Auðnum: „Þetta er bráðgáfað- ur bölvaður asni.“ Eg held, að þetta dómsorð hafi valdið því, að eg hefi allt- af orðið dálítið vonsvikinn af honum, þegar ég hefi fengið í hendur rit eða kvæði eftir hann. Eg hefi alltaf haldið, að hann væri maður fyrir meiru. Aðeins tvær sntásögur hefi ég eftir hann lesið, sem mér hefir fundizt að væru í jafnhæð við getu hans, báðar í smásagnasafninu Menn og dýr. Og íslenzkar úrvalsstökur \ aldi liann ágætlcga. Eg hcfi orðið fyrir sömu vonbrigðum með þessa bók og flest annað frá hans hendi. Hér er að vísu komið víða við, en við flestu svo lauslega snert, að lesandinn er ekki miklu nær. Þó sindrar við og við af steðja lians, svo að glóbjart vcrður uin hann: „Kynntist Sigfúsi Blöndal bóka- verði eilítið. Féll nærri í stafi yfir einka- bókasafni hans. Þar var eg feiminn. Hann gaf mér mörg góð ráð og sagði mér margt um bækur eina kvöldstund. Honum hefir kannske gleymzt það kvöld fljótt, en mér varð það ógleymanlegt, ekki síður en hin látlausa alúð' og létti jafnkynnisblær, sem viðmót hans allt bar með sér. Það kvöld eða þá stund, þótt ekki væri löng, hlustaði eg —“ Því- lík sindur eru fleiri. Svo er þarna bókar- auki: Þú saknar einskis, ljóð og lag. „Eins konar söngkveðja til lesandans í lok bókar. Og jafnframt kveðja liöfund- arins til samferðamanna fyrr og síðar og til þessa vors svo oft misskilda mann- lífs." Lagið kann eg ekki að meta, cn ljóðið finnst mér ljómandi vel gert, og að höfundurinn sé fullsæmdur af. Einar Benediktsson segir um Kormák Ög- mundsson: „Hann kunni eitt lag og liann söng það í bana.“ En Kormákur hefir þótt stórskáld í þúsund ár. Rit um galdramenn. Sjö jiccttir islenzkra galdramanna. Jónas Rafnar læknir bjó undir prentun. Bókaútgáfa Jónasar og Halldórs Rafnar. Þetta er úrval íslenzkra galdrasagna, og er leitað fanga til flestra þeirra þjóð- sagnasafna, scm út hafa komið. Er hver hinna sjö frægu galdramanna, séra Hálf- dan í Felli, Galdra-Leifi, Arnþór á Sandi, Þorvaldur á Sauðanesi, séra Ei- ríkur á Vogsósum, séra Snorri á Húsa- felli og Torfi á Klúkum, sér um þátt. Er þar fyrst í fáum orðum fræðilega skýrt frá uppruna og ævi galdramanns- ins, en síðan eru tilfærðar þær sögur um þá, er bezt hafa fallið í smekk útgefanda, og er frásögnin alls staðar með því bragði, að sem sannast og samvizkusam- legast sé frá sagt. Munu og ýmsir hafa lagt trúnað á þessar sögur, enda margar þeirra komið upp vegna trúar manna á galdra, en aðrar hafa verið uppdiktaðar til skemmtunar og í blóra við trúgirni manna, og verður nú eigi auðveldlega fundið urn hverja sögu, hver hefur ver- ið uppruna hennar. Enn hefur alþýða manna gaman af sögum þessum sem furðulcgum samsetningi, enda eru marg- 70 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.