Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 10
Vorharðindi mjög tilviljunarkennd, sem vitanlega var eðlileg afleiðing af hin- um slælega undirbúningi. I>að er mjög erfitt að verjast þeirri hugsun, að núverandi fjár- málaráðherra og núverandi formaður fjárveitinganefndar séu hvorugir þessum vandastörfum vaxnir. Ofan á þessa óáran í stjórnarvöldum vorum bætist svo óáran í veðráttunni. I.iðinn vetur var illliryss- ingslegur í sambúð, en þó kastaði fyrst tólfunum með vorkom- unni, a. m. k. hér norðanlands. Nú á fardögum sést varla gróður- litur í túni hér við Eyjafjörð, og hvarvetna að berast uggvænleg tíðindi um yfirvofandi heyþrot í stórum stíl meðal bænda, ef þess- um þrálátu kuldum heldur áfram. Mörgum hættir við að gleyma nú á tímum, hve snar þáttur landbúnaðurinn er í lífi þjóðarinn- ar, þótt önnur atvinnugrein leggi nú til meginliluta útflutnings- teknanna. Sannleikurinn er þó sá, að hann er í rauninni hið sama þjóðinni og heimilisstörfin eru heimilinu. Okkur hættir oft til að lnigleiða ekki, hvers virði þau eru, fyrr en lröndin, senr vinnur þau, forfallast, og á sama hátt hugleiðum við ekki, hve mikilvæg- ur landbúnaðurinn er, fyrr en okkur verður það allt í einu ægi- ljóst, að köldum heljarljá liafíss og lrarðrar veðráttu er brugðið ískyggilega nærri einum lífsþætti þjóðarinnar. F.itt af mörgu, sem nú þjáir þjóð vora, er skilningsskortur milli stétta og starfshópa á hag hvers annars: Bóndinn býsnast oft yfir háu kaupi, en hann man það ekki alltaf, að um allt Vestur-, Norð- ur -og Austurland a. m. k. verður verkamaðurinn að gera ráð fyrir allt að 3 mánaða atvinnuleysi yfir veturinn, sums staðar meiru. Slíkt er fljótt að skerða tekjurnar. Verkamaðurinn býsnast yfir Iiáu verðlagi landbúnaðarvörunnar, en man það sjaldan, að bú- peningurinn getur drepizt, þegar minnst varir, og það er 2000— 2500 kr. tap fyrir bóndann, ef ein kýrin Iians drepst, eða 15—20 ung lömb týna lífi í vorharðindum. Fjölmörg dæmi um líkan skilningsskort annarra stétta mætti nefna. ^ Stundum verður manni að hugsa, þegar hinar ýmsu , ' aðgerðir ríkisvaldsins gegn vaxandi verðbólgu fara í handaskolum, svo að átakanlegt er, hvort það sé ekki einmitt þessi sífelldi grunur um auð í annars garði, sem er frumkraftur dýrtíðarskrúfunnar. Það reynir Iiver af fremsta megni að skara eld að sinni köku, svo að luin verði jafnvel glóðarbökuð og kaka náungans. Og þessi ákafi hefir verið slíkur, að flestir eru á góðum vegi með að brenna kökurnar sínar: Verkstæðisvinna o o so STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.