Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 15

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 15
sunds. Ég þakkaði forsjóninni í liljóði fyrir góða veðrið, því að satt að segja hafði ég hálfkviðið fyrir ferðinni, ef súld og sudda- veður undanfarinna daga hefði haldizt. En þótt ekki sé forsjálegt að lofa dag að morgni, þá hélzt samt góðviðrið þann dag allan. og gerði sitt til að gera okkur þenna langferðadag ógleymanlegan. Lestin, sem við fórum með, var troðfull, enda eru ferðir járn- brautalesta enn nokkrum takmörkunum háðar í Noregi, og auð- séð, að erfiðleikar eru á um útvegun efnis til viðhalds. Höfðu vagnar allir verið harla illa útleiknir eftir notkun Þjóðverja her- námsárin. En í þetta sinn var fólkið þó óvenjumargt vegna há- tíðahaldanna í Alasundi. Gamlir Alasundsbúar flykktust heim til að taka þátt í fagnaðinum með frændum og vinum. Klefa- nautar okkar voru allir á leið til Álasunds. Þegar þeim var kunn- ugt um erindi okkar, vorum við þegar skoðuð sem heimamenn, og gerði þetta samferðafólk okkar allt, sem í þess valdi stóð, til að gera okkur ferðina ánægjulega. Héraðið norður frá Osló er heldur tilbreytingarlítið, svipþýtt, en smáfellt. Skógi vaxnir ásar, dældir og bændabýli mæta auganu og hverfa jafnskjótt sjónurn. Snjóinn hafði nú leyst, og voru vor- yrkjur sýnilega að hefjast. Fyrst þegar kom norður undir Mjörs, sem er stærsta vatn Noregs, tók landslag að breytast, en vatnið var allt ísi lagt, svo að lítt sá til sumarfegurðar þess. í Litla Hamri var nokkur viðdvöl, svo að farþegar gætu farið út og fengið sér hressingu. Við fylgdum strauinnum inn f veitingasal stöðvarinnar, sem er allstór, en fylltist á svipstundu. Við af- greiðsluborð þar, sem er eins og í búð, var hægt að kaupa kaffi, smurt brauð, kökur eða heita súpu, allt eftir því sem hver óskaði. Afgreiðslan gekk fljótt og vel. Hver fór með sinn skerf og settist við smáborð í salnum, meðan veitinganna var neytt. Ég dáðist að, liversu greiðlega allt gekk og árekstralítið. Á 20 mínútum voru allir afgreiddir. Mér varð ósjálfrátt að bera þetta saman við mat- sölustaðina við þjóðleiðirnar hér heima, þar sem farþegarnir eru reknir eins og kindur á garða að einu borði, og ekki er um nema eina tegund veitinga að ræða ,t. d. aðeins heitan mat, oft misjafn- lega lystugan. Ég held áreiðanlega, að við gætum tekið Norðmenn okkur til fyrirmyndar í þessu efni. Því að ólíkt er skemmtilegra og frjálslegra að ganga að afgreiðsluborðinu, kaupa þar einhverja hressingu og neyta hennar út af fyrir sig við lítið borð, en að verða að troðast að langborðinu, og fá annað hvort mat eða ekkert. Eins og þar í Litla Hamri var háttað öllum sölustöðum við járnbraut- STÍGANDI 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.