Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 21

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 21
Veður var hið fegursta, og gafst okkur því færi á að virða fyrir okkur eyjarnar. Heldur þótti mér þær berar og hrjóstrugar, Und- irlendi var ekkert og húsum og býlunt tyllt á smáhjalla eða skákir niðri við sjávarmál. Ekki mun síður afskekkt og örðugt að eiga heima í eyjum þessum en í útkjálkasveitum og afdölum hér á ís- landi. En samt kvað fólkið una þar furðu vel. En dagurinn leið, og brátt dimmdi af kveldi, var þá fátt að sjá nema vitana og sigl- ingaljósin. En mjög dáðist ég að því, að skipið skyldi sigla á fullri ferð, allt um þreifandi náttmyrkur, svo þröng og krókótt sem leið- in er. En mikla gætni mun Jiurfa Ji>ar við að hafa í vetrarhríðum og náttmyrkri. Við komum til Björgvinjar að morgni, og dvöldumst þar tvo daga. Voru það mestu góðviðrisdagarnir, er við fengurn í öllu ferðalaginu. Um 20° hiti og sólskin. Og ekki kom dropi úr lofti í sjálfum rigningabænum Björgvin. Var tekið að verða býsna vor- legt þar. Trje farin að laufgast og blóm að springa út. í Björgvin mætist gamalt og nýtt. Annars vegar eru hin æva- gömlu hús Hansakaupmanna á Þýzku bryggju, en rétt hjá nýr og glæsilegur borgarhluti við Almenninga. En elzt og virðulegust er þar þó höll Hákonar hins gantla, sem nú er þó að miklu leyti í rústum. Þótti mér Jrað hið mesta inein, því að lengi hafði mig fýst að skoða hana. Það er lærdómsríkt fyrir oss íslendinga að fara upp á Flaugar- fjall og skoða skóginn Jjar. Fyrir svo sem einum mannsaldri var fjallið jafn bert og nakið og hæðir og hálsar hér heima. En nú er það vaxið Jjéttum, beinvöxnum greniskógi. Svo er víðar í Noregi. Þegar vér förum þar um nú, öfundum vér frændur vora af skógin- um og ekki að raunalausu. En oss er hollt að minnast þess, að víða eru þar nú víðáttumiklir skógar, sem enginn teinungur sást fyrir nokkrum tugum ára. Það er elja Norðmanna og trú á landið, sem breytt hefir þeim Berurjóðrum í skógarteiga. Og hið sama get- um vér gert, ef vér viljum. í Björgvin sjást meiri eyðileggingar frá styrjöldinni en annars staðar, Jjar sem ég fór um. Stór borgarhluti liggur þar enn í rúst- um eftir sprengingu, er þar varð. En Jiar eins og annars staðar er unnið að því af kappi að græða sárin. Frá Björgvin fórum við með járnbrautarlest til Oslóar. Björg- vinjarbrautin li^gur um harla breytilegt landslag. Fyrst meðfram þröngum, lygnum fjörðum eða fjarðagreinum, inn yfir blómlega dali og byggðir og loks yfir háfjallið hjá Finse. Var alleinkennilegt STÍGANDI 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.